Önnur saga um ís
Ég fór í ísbúð um daginn. Í borðinu var kúluís en skilrúm skipti honum mjög greinilega upp í 2 ólíka flokka. Annar var hefðbundinn ís (jarðaberja, súkkulaði o.þ.h.) en hinn var meira svona fullorðins ís (kaffi, líkjöra...) Eftir að hafa gefið krökkunum 2 kúlur úr hefðbundna ísflokkinum bað ég um eina kaffikúlu og eina jarðaberjakúlu. Afgreiðslukonan svaraði kurteislega að það væri ekki hægt.
Á meðan ég reyndi að ímynda mér ástæðuna fyrir því að þetta væri ekki hægt (efnafræðilegs eðlis - eitthvað meltdown eða eitthvað svoleiðis) náði ég að stama upp úr mér spurningunni. Hún horfði á mig eins og ég væri ekki með öllu mjalla þegar hún benti mér á að kúlurnar voru á mismunandi verði.
Ég sagði bara með mínu barnalega íslenska kæruleysi já! en er ekki hægt að reikna verðið út frá meðaltali eða einhverju slíku? (m.ö.o. "reddum við þessu ekki bara?") "Nei - það stendur hérna" og benti á skilti sem var beint fyrir ofan mig og bannaði blöndun.
3 Ummæli:
jIIII....MINN
Skrítnir þessir svíar..haha
Þetta er frábært. Eru þá allir svíar með sama smekkinn af "kúlublöndu" ??
Danir eru líka svona, reglur eru reglur og það er ekki hægt að beygja þær á neinn hátt.
Ómennskt dæmigert... skerí!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim