Regla skal ríkja, hversu rugluð sem hún kann að vera

Þegar við vorum í hjólakeppninni komum við um miðja nótt að húsi með klósettaðstöðu. Við sáum að það var a.m.k. 10 mín bið í öll klósettin en Bergur prófaði (eins og algjör barbari) að opna fatlaðra klósettið og viti menn - enginn þar! Steini fór á klósettið 5 mín seinna og sama sagan - þannig að Svíarnir létu ekki einu sinni til leiðast þegar þeir sáu aðra ríða á vaðið. Það er ekki eins og það hefði mátt búast við fötluðum þarna kl 4 um nóttina og ekki voru margir fatlaðir í hjólahópnum - Hjálpi mér einhver - burt frá þessu landi!!!
3 Ummæli:
Hahahaha :D
Ég á alveg eftir að lenda í þessum klikkuðu Svíum. Dvölin fer að slaga í árið, það hlýtur að koma að því fyrr en seinna.
já, maður byrjar að taka eftir þessu þegar líður á seinna árið...
Eða kannski ég er bara svona ótrúlega minnislaus (sem er einmitt tilfellið, held ég, man það ekki alveg) að ég er of fljót að gleyma því þegar Svíar gera eitthvað stórundarlegt ;)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim