03 október, 2005

AFMÆLI!

1.október að baki og Dagur stóri orðinn 12 ára!!!
Það var nú ekki lítill spenningurinn fyrir þessum degi. Hann ætlaði að halda veislu fyrir krakkana hér í Runsa en Oscar besti vinur hans gat ekki komið og þá var ákveðið að fresta því um viku. (Ég var hálffegin því þetta var erfið vika í skólanum).
Undanfarna daga hafa margir pakkar borist frá Íslandi og við þökkum öllum hjartanlega fyrir það. Á afmælismorguninn röðuðum við öllum pökkunum saman á eldhúsborðið og undirbjuggum köku og kerti og Jana skreytti vandlega. Svo kölluðum við á Dag að koma niður og hann var rosa glaður.
Eftir hádegi fórum við og Filip vinur Dags, í minigolf, á pizzastað og í búðir að leita að ákveðinni afmælisgjöf sem hann vildi.
Þetta var góður dagur.

Annars er allt gott að frétta. Það hefur kólnað, fer ekki mikið hærra en 16 stig lengur. Jana farin að nota nýju lopapeysuna sína á leikskólanum.
Við erum þessa dagana í bílaleit og það er pínu flókið, erfitt að velja. Við erum farin að hlakka til að geta ferðast meira um, sérstaklega um helgar.

Tvær hrikalega fyndnar fréttir:
1.Dosti er kominn í stjórn Íslendingafélagsins!!! (við sem ætluðum aldrei að koma nálægt neinu svoleiðis)
2.Dosti verður með fyrirlestur um Ísland í einhverjum Rotary klúbbi!
HAHAHAHHAHAHAHA!

Ein frábær frétt: Bókaforlag ætlar að gefa út Mími og Mána eftir Bjarna og mömmu fyrir jól!!! Frábært!

2 Ummæli:

Þann mán. okt. 03, 09:35:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ha ha ha. Þetta íslendingafélags/rótarýdæmi bjargaði deginum fyrir mér.
Meira svona!! mánudagskveðjur úr 201. Ásta

 
Þann mið. okt. 05, 07:58:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

TIl lukku dosti með áfangann ;o)
Einnig til lukku með flottan bíl, efast um að ég finni svona flottan hér í Herning. Dagur til hamingju með afmælið ég bara trúi þ´vi ekki að þú sért orðin 12 ára mikið svakalega flýgur timinn.
Bestu kveðjur frá höllu sem er enn og aftur komin í kassana

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim