sumarhaust
Hér man enginn eftir öðru eins dýrðarhausti, ekki einu sinni Elis gamli í næsta húsi! Það eru 16-17 stig og glaðasólskin hvern einasta dag. Verst að vera innilokaður alla daga og geta ekki notið þess, en það gerir maður um helgar.
Við héldum upp á afmæli Dags síðustu helgi og það gekk rosalega vel. Þau voru 7 samtals á aldrinum 10-15 ára.
Að ósk Dags elduðum við hamborgara og honum fannst sko alltof barnalegt að hafa afmælisköku enda orðinn 12 ára! Hahaha! Að auki bað hann um að gestirnir fengju Magnum íspinna svo það var ekki mikill undirbúningur af okkar hálfu sem er mikil breyting miðað við fyrri ár.
Hins vegar undirbjuggum við mikið af leikjum og þeir heppnuðust mjög vel. Þau völdu sér svo mynd til að horfa á og eftir það vildu þau enn fleiri leiki svo afmælið var ekki búið fyrr en klukkan rúmlega 11 og allir voru að sofna yfir einhverju sakamálaspili...
Semsagt söksessss.
Nóg að gera í skólanum og allt vel skipulagt hvern dag af Finnanum. Fyrirlestrar daglega og hópavinnan eftir það. Á föstudögum eru oftast skil og á mánudögum krítik. Þrátt fyrir 2 skeiðklukkur sem Finninn stjórnar af miklum ákafa, ákveðinn tími í kynningu hvers hóps og ákveðinn tími fyrir gagnrýni og umræður, þá tekur þessi krítik oftast marga marga klukkutíma því hóparnir eru margir. Þetta er mjög stressandi því klukkurnar eru endalaust að pípa og hóparnir að hlaupa fram og til baka en samt dálítið fyndið líka.
Við fengum bílinn í vikunni og það er mikill munur fyrir okkur. Það er ólíkt léttara að versla núna..
Áður þurftum við að hjóla saman með bakpoka 40 min hvora leið í næstu verslun. Það er líka orðið dimmara svo það kemur sér oft vel að geta notað bílinn. Dosti og Jana ætla samt að halda áfram að hjóla til leikskólans eins og veður leyfir. Hún syngur hátt alla leiðina nema ef það er rok.
Hún er farin að tala skrítið tungumál...blandar saman íslensku, sænsku og ensku og stundum eigum við erfitt með að skilja hana. Það er skrítið að vinir Dags vilja tala ensku við hann en mínir skólafélagar vilja bara tala sænsku (sem er gott fyrir mig) því ég hélt einhvernveginn að það yrði öfugt!
Anna Sóley
2 Ummæli:
Já það er einnig búið að vera 18 stiga hiti hér á jótlandi, auðun er ekki alveg að kaupa það að það sé að koma vetur. Hver er þessi frægi finni?? Nú þegar þið eruð komin á bíl verðið þið nú að kíkja á jótland til að smakka bernaissósu pizzuna ;o)
kv. Halla
já, sama hér. ótrúlega gott veður, nánast engin rigning, milt og gott og oft glampandi sól. vonandi endist þetta lengi.. 7.9.13...
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim