14 janúar, 2006

Á skíðum...falala

Við erum búin að enduruppgötva skíði hérna í Svíþjóð. Það hefur nóttla ekkert viðrað til skíða á Íslandi síðan við vorum unglingar. En skíði eru snilllllld.

Við dagur leigðum okkur skíði í skíðabrekku hérna nálægt. Dagur náði tökum á þessu á 2-3 tímum og fór að sviga niður brekkurnar eins og hershöfðingi. Ég hinsvegar nánast byrjaði þar sem ég hætti fyrir 15 árum. Ótrúlegt hvað þetta er fljótt að koma. Ég býð þó ekki í þann sem ætlar að flækjast fyrir mér niður brekkurnar. Hann þarf að vera vel tryggður ;)

Svo eru það gönguskíðin. Við komum með þau hingað eftir að hafa getað notað þau 2-3 sinnum á íslandi undanfarin 5 ár. Og hér er frábær aðstaða til að nota þau!. Við t.d. fórum í skógarferð með konungshjónunum um daginn á gönguskíðum þar sem við drógum Jönu á eftir okkur á sleða. Inni í skóginum grilluðum við svo pylsur og höfðum það virkilega notalegt. Sem sagt allir á skíði. Það er málið í dag!!!

1 Ummæli:

Þann sun. jan. 15, 04:48:00 e.h. , Blogger Orri, Þórdís, Eyja og Kári sagði...

Eyja var einmitt að koma úr skíðaferðalagi með skólanum og er ólm að fara aftur. Væri alveg til í að prófa það þó ég hafi líklega verið fimmtán ára þegar ég renndi mér síðast á skíðum. Ég prófaði aftur á móti skauta um daginn og skemmti mér stórvel. Sleðaferðirnar gengu ekki eins vel því ég eftir tvær ferðir hér um jólin, var ég öll marin og blá.
Já vetraríþróttirnar...
Þ.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim