27 apríl, 2006

Námsferðin

Ferðin til Slóveníu og Króatíu var alveg frábær. Við skoðuðum ofboðslega mikið og gengum stanslaust alla dagana. Veðrið var eins og best er á kosið, 25 stig og sól. Yfirleitt vöknuðum við um kl 8 og borðuðum morgunmat. Hittumst svo öll kl 9 einhversstaðar og gengum af stað eftir prógrammi kennarans. Eftir það, kl ca 17-18, fóru allir í sturtu og ný föt, og hvíldu þreytta fætur í kannski korter. Um kvöldið borðuðum við saman á veitingastað og svo á kaffihús, klúbba eða bari. Mjög stíf keyrsla sem er mjög skemmtilegt en hefði ekki verið hægt að halda lengur út en viku! Við skoðuðum gamlar og nýjar byggingar, ný byggingarsvæði, listamannahverfi, arkitektaskóla, arkitektastofur o.s.frv. Virkilega vel heppnuð og eftirminnileg ferð :)

2 Ummæli:

Þann fim. apr. 27, 01:56:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ferðin hljómar rosa vel og myndirnar eru skemmtilegar. Ég væri alveg til í að ferðast meira um A-Evrópu, fattaði það þegar við vorum í Slóvakíu og kíktum til Búdapest. Svona ferðir hljóta að vera insperasjón fyrir arkitekta.
þ

 
Þann fim. apr. 27, 02:38:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

frábært að fá smá nasaþefinn af ferðinni þinni. Hún hljómar spennandi. Ég væri alveg til í að ferðast e-ð um A-Evrópu. Ábyggilega gomma af gömlum skemmtilegum húsum.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim