Ýmislegt um þessa skólaönn
Mér hefur ekki tekist að svara mörgum tölvupóstum undanfarið en það er vegna þess að það hefur verið mikið að gera. Hér kemur smá yfirlit um þessa skólaönn. Hingað til hefur hún verið alveg frábær, skemmtilega fjölbreytt, mjög áhugaverðir fyrirlestrar og verkefni. Hún skiptist niður í nokkur tímabil. Á því fyrsta vorum við í margumtalaða Second Life þar sem við hönnuðum öll mismunandi verkefni og sökktum okkur í netveröld og hönnun undir þeim forsendum. Samhliða því vorum við með aukakennara sem hélt fræðilega fyrirlestra um þróun menningarinnar og hvernig það snýr að okkur. Við lásum mikið af efni og gerðum verkefni út frá þeim. Sem dæmi um lesefnið okkar: I Am For An Architecture, Interview MMORPG by Julia Hillebrand, The Culture Industry: Enlightenment as Mass Deception Theodor Adorno and Max Horkheimer, The Work of Art in the Age of Mechanical Reproduction Walter Benjamin 1936, Art and Objecthood Michael Fried 1967, Avant-Garde and Kitsch Clement Greenberg 1939, Junkspace Rem Koolhaas 2001, Learning from Pop Denise Scott Brown 1971, Infomobility and Technics: some travel notes Belinda Barnet 2005, New Technologies of Race Evelynn M Hammonds 2000, Computer Lib/Dream Machines Ted Nelson 1974, Avantgarde as Software Lev Manovich 1999, Culture Without Literacy Marshall Mcluhan 1953, The Generic City Rem Koolhaas 1994. Þetta var gott mótvægi við ofurnútímann í second life. Í lokayfirferðinni sem tók 2 daga var ótrúlega gaman því svo margir höfðu gert áhugaverð verkefni. Sýnishorn má sjá hér : www.unrealstockholm.org/wiki/index.php?title=LOL_architects
Ég var alveg sátt við mitt en eftir á sér maður alltaf hvað maður hefði nú getað gert betur...
Þetta er heimasíða okkar spors/stúdíós : www.unrealstockholm.org/wiki/index.php?title=Main_Page
Eftir þetta tímabil tók við 2-3 vikur í stífum fyrirlestrum um arkitektúrtækni og sögu. Lærðum meðal annars um:brunavarnir, loftræstingamál, hljóðhönnun, lýsingu, japanskan arkitektúr og kínverskan. Misáhugavert kannski en allt fróðlegt samt. Eftir það áttum við að skila deili og stuttri samanburðarritgerð. Mín fjallar um samanburð á torfbyggingum og ákveðnum indverskum skólabyggingum.
Svo tók við nýtt tímabil sem stendur enn yfir. Nú eigum við að hanna dansstúdíó fyrir nútímadansflokkinn hér í Stokkhólmi. Fyrsta vikan fór í fyrirlestra um dans og opinberar uppákomur í víðum skilningi, og einnig í rannsóknir á byggingarefnum. Nú svo byrjaði páskafríið og beint eftir það förum við í ferðalagið okkar sem ég segi betur frá næst. Danshúsverkefnið stendur yfir til loka annarinnar sem lýkur í fyrstu vikunni í júní.
Ofan á þetta hef ég verið að hamast við að gera nýja umsókn fyrir skólann, semsagt fyrir 5.árið. Það var vitað strax að það þyrfti að gerast þannig og ekki var hægt að lofa 5.árinu. Svo ég gerði nýtt portfólíó með viðbætum og svol. Gerði líka umsóknartexta til að reyna að sannfæra þá um að leyfa mér að halda áfram. Komst þá að því að ég er búin að læra það mikið í sænskunni að ég get skrifað sjálf texta á sænsku sem er ásættanlegur, og ég er mjög stolt af því. Skilaði svo öllu klabbinu í fyrradag með venjulegum skjölum eins og einkunum síðan égveitekkihvenær, meðmælabréfum o.s.frv. Ég veit að það hefur bara einu sinni áður verið leyft freemover nemanda eins og mér að breytast í venjulegan nemanda, og það var dönsk stelpa í fyrra. Vonum bara að ég verði nr. 2! Niðurstöður koma í seinnipart maí...og við erum ekki með varaplan...
Annað stressandi er að Dosti sótti líka um KTH í mastersnám í tölvunarfræði. Vandamálið er að hann á einn pííínulítinn áfanga eftir í HR eftir þessa önn. Hann sækir um að fá að komast inn þrátt fyrir þetta. Höfum ekki grænan grun um hvort þetta sé mögulegt. En kennarinn hans úr HR sendi allavega kraftmikið bréf honum til hjálpar. Þar sem Svíar eru stífir á öllu er mjög erfitt að segja hvernig fer. Ef þetta klikkar verður vesen því það er næstum vonlaust að fá vinnu hér, og það er sama sagan með alla Íslendinga sem við höfum spurt.
Svo það verða allir að senda góða strauma til dómnefnda í KTH fyrir okkar beggja hönd :)
Annars er ég bara alveg rosalega sátt, það er búið að vera svo fínt í skólanum eftir jól. Svo MIKLU MIKLU betra en fyrir jól. Þetta námskeið hefur verið bara með því besta sem ég hef tekið þátt í, í öllu arkitektanáminu. Mikið var ég heppin að lenda í þessum hóp!
AS
1 Ummæli:
Gaman að heyra um skólann og plönin. Ég er viss um að þið komist inn í skólann,eða að minnsta kosti annað ykkar. En til öryggis skal ég senda góða strauma.
Þ
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim