Sæber stefnumót
Fyrir nokkrum vikum hvatti ég fólk til að fara inn í second life og hitta mig þar. Sá sem tók áskoruninni var sú ALLRA ólíklegasta! Nefnilega Þórdís! "Við" (Mus Mission og Katla Cranes) hittumst nokkrum sinnum í litríku gerviveröldinni og gátum spjallað og flogið saman, mjög rómantískt...allavega Þórdís, þú færð deux points :)
2 Ummæli:
Katla Cranes...vó það er aldeilis að þú ert mikið beib!
þegar maður fær tækifæri til að vera beib, þó ekki sé nema í þykjustinni, þá grípur maður það að sjálfsögðu. Annars kunni ég ekkert að búa til útlit þannig að mér var bara úthlutað þessu :) kvarta ekki. Nú hvet ég alla til að prófa þetta og skoða það sem AS er búin að hanna. Ég verð örugglega fastur gestur í second life í sumar þegar fjölskyldan er flogin frá mér. Um þessar mundir er hausinn á mér fullur af ritgerðarusli.
Frábært að sjá myndir og mikið er Jana rosalega falleg, ég fæ sting í magann að sjá litlu kisu.
Sakna ykkar allra. Verst að missa af þér Dosti á Íslandi en gangi vel með vörnina.
Þ.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim