Síðustu vetrarmyndirnar
Ég held að ég geti lofað því að þetta verði síðustu vetrarmyndirnar héðan í bili. Allavega eru öll blöðin uppfull af yfirlýsingum veðurfræðinganna um það að vorið sé loksins handan við hornið. Það þarf sko að vera frostlaust í viku til að vorið teljist vera "komið". Það hefur ekki komið svona seint í hundraðþúsund ár, það var nú týpískt! Nú líður mér þannig að þessi langi vetur gæti dregið úr þeirri löngun að ílengjast hér. Hins vegar er mér sagt að nú taki við hálft ár með fullkomnu veðri, svo þetta gæti breyst :)
Snjóhúsið í garðinum er að bráðna og fögnum við því hjartanlega.
2 Ummæli:
hér er sól og blíða, 13 stiga hiti í dag, liggaliggalái.
kossar og knús, Þ.
Ég tek undir með AS, þessi vetur hefur gert það að verkum að við kommi erum þegar byrjuð að kvíða fyrir næsta vetri brrrr......
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim