Um daginn þegar Dosti átti afmæli þá buðu nágrannar okkar okkur í "kaffi". En það kemur kannski ekki á óvart að heyra að þetta reyndist vera dulítið meira en lítið og sætt kaffiboð...
Ann var búin að útbúa heilt hlaðborð af mismunandi finnskum matarréttum. Eftir hvern rétt sem við fengum kom bara enn annar þeim mun betri, þetta var alveg ótrúlegt! Svo óvenjulegir og skemmtilegir réttir, allskonar innbakað dót sem ég kann ekki að útskýra. Svo var afmælisbarnið leyst út með gjöfum í lokin :) Þau eru mögnuð!
Því fannst okkur þjóðráð að hefja veisluna á laugardaginn með því að bjóða þeim upp á hákarl og brennivín. Þau tóku áskoruninni og smökkuðu óþverrann.
5 Ummæli:
Aldeilis veisluhöld á ykkur! Það jafnast ekkert á við að stinga hákarlsbita upp í útlendinga, þeim bregður svo yndislega við vonda bragðið.
Kveðjur í kuldann í Svíþjóð úr kuldanum í Hollandi. Hvenær á vorið eiginlega að koma??
okkur hefur verið tilkynnt af "kónginum" að þetta sé síðasta vetrarvikan, og við kjósum að trúa því. Hér er snjórinn enn á sama stað en bjart og sólríkt, logn að vanda. Meira að segja Dosti vetrarvinur sagði í morgun að nú vildi hann fá vorið og þá er nú mikið sagt!
MMmm.. maður verður bara svangur af því að lesa bloggið ykkar... best að fá sér hádegismat ;o)
Halla
Geta Jónína og Böðvar ekki komið að heimsækja okkur???
Þórdís
Þau koma í fyrramálið...
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim