hæ hæ allir,
jæja þá er verkefnið á enda!!! loksins loksins!!!
Í gær flutti ég mína kynningu á dansleikhúsbyggingunni og í dag fylgdist ég með seinni helmingnum af bekknum kynna sitt. Kynningarnar voru haldnar í núverandi húsnæði dansflokksins sem er staðsett á Skeppsholmen. Mínu verkefni var bara vel tekið fannst mér, ég fékk hrós fyrir þá þætti sem mér sjálfri fannst mikilvægastir, og það sem var gagnrýnt fannst mér réttmætt. Því sem var hrósað var aðallega þrennt, staðsetningin sem ég valdi, aðalkonseptið í byggingunni sem var að byggingin var hluti af göngugötu, og efnisnotkun (ég hannaði mína útgáfu af klæðningu fyrir húsið, málm-samloku-modularkerfi). Þetta með göngugötuna þótti róttækt, skrítið en spennandi hugmynd. Það sem var gagnrýnt var framsetningarlegs eðlis, vantaði eitt snið á ákveðnum stað, og fl. Eftir kynningarnar í dag var fögnuður þar sem við afhendum kennaranum gjöf sem hann var voða ánægður með, og hann bauð okkur upp á vín. Eftir þetta fórum við saman að borða á stað þar sem maður borðar úti og horfir yfir borgina.Þarna þurfti maður að kveðja marga úr hópnum því sumir af útlendingunum fara fljótlega til sinna heimalanda.Eins og ég hef áður sagt er þetta einstaklega góður hópur og margir sem maður á eftir að sakna. Þeir sem ég mun pottþétt halda sambandi við eru Maja frá Tékkó, Shirley frá Indónesíu, og margir af sænsku krökkunum auðvitað.
Ég var mjög sátt eftir þetta, bæði með mína vinnu og með yfirferðina. Þetta var rosaleg törn og lítið sofið síðustu vikuna, ég held það muni taka smá tíma að verða venjuleg manneskja aftur! En það er gaman að enda vel og geta farið sátt í sumarið og ég er meira að segja orðin spennt fyrir lokaverkefninu núþegar.
Á morgun keyrum við af stað til Brantevik að hitta Höllu, Komma, Loka, Ástu og litlu kúluna á Höllu:) það verður sko gaman. "Hjónin" voru hjá okkur áðan og gáfu okkur allskonar frábær tips fyrir ferðina. Vonum að það verði sumarveður.
Eitt hefur breyst og það eru flugmiðarnir til Íslands, urðum að flýkka förinni til Íslands, fljúgum 18. júní í stað 26. júniþ Þetta er út af grænakorts/sendiráðsmálinu...
Jæja best að fara að pakka.
Vonandi hafa allir það gott, og heyrumst fljótt.
AS
9 Ummæli:
Hamingjuóskir!
Gaman að allt gekk vel. Hafðu það gott í fríinu.
Hae, hae Anna Soley. Vissi ekki ad thu vaerir busett hjer i Stokkholmi, eins og jeg. Til hamingju med kynninguna.
kv
Helgi ur aefingaskolanum
Til hamingju elsku Anna Sóley! Nú verður gott að komast í frí.
Kossar og knús á línuna...ohh bara að við værum þarna líka!
Þ
hæ Helgi, hvað ert þú annars að bardúsa í Svíþjóð?
Þórdís
Hæ, Anna Sóley og til hamingju með det hele og auðvitað Dosti líka! Hitti mömmu þína í kvöld í banastuði í einhverju stelpugeimi. Hún er alltaf eins - það var frábært að spjalla við hana. Hún kyssir þig frá mér þegar þið komið - við erum að fara til Ítalíu og komum ekki aftur fyrr en í byrjun júlí svo líklega sjáumst við ekki í sumar.
Hafið það gott - Tinna
Sæl Þórdís.
Ég er í pabbafríi og nýt lífsins ;)
Helgi
Þetta er bara eins og bekkjarfundur B bekkjarins :) Til lukku með pabbatitilinn Helgi. Skál fyrir Ítalíuförunum. Hlakka til að fá fréttir af ferðalaginu ykkar Anna Sóley og Dosti.
þ.
Helgi! en fyndið!
heyrðu gefðu mér nú emailið þitt svo ég geti spjallað við þig,
as
Hæ hæ Anna Sóley
og innilega til hamingju
með verkefna skilin.
Gaman væri að fá að sjá það !!!!
Njóttu frísins.
bestu kveðjur,
Hjördís
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim