Það sænskasta

Ég held að við séum þau einu í Svíþjóð sem eigum ekki svona picnictösku...Ef fólk á rúm á það svona tösku.
Enginn fer að heiman hér á sumrin nema vera búinn að fylla töskuna af smurðu brauði og allskonar gúmmelaði. Síðan er fundinn grænn blettur og allir borða. Hvað ætli við þurfum að búa hér lengi til að eignast svona?
En EF við eignumst svona verðum við orðin hættulega sænsk og þá er kominn tími til að fara heim. Það er því gott að hafa það skjalfest. En mig er jafnvel farið að langa í svona...bara prófa...lítið
9 Ummæli:
Svei mér þá ef þetta er ekki nákvæmleg eins taska og við hjúin eigum. Enda held ég stundum að við séum að verða hættulega sænsk.
kv.
Bergur
ég er til:)
as
pikknikk með svona fína sænska tösku, er hægt að fá hana í fánalitunum ;o)
Dýrið
váá mín spá er að þetta sé nú þegar komið í hús...
ekki hafa áhyggjur !!
Þið eruð nú þegar orðin það sænskasta sem ég veit um....
hehehe, ég er búinn að starta einvherju sem ég hefði aldrei átt að hreyfa við...hvað varðar það sænskasta þá eru Bergur og co klárlega með vinninginn. Hvað sem svo verður síðarmeir. Anna Sóley var einmitt að fara í IKEA, nema hvað? En Halla þeir eru BARA seldir í sænsku fánalitunum nútildags, hinir litirnir bara seldust ekki.
Eitt að lokum:
Pönnukökur með jarpaberjasultu í hádeginu. Kjötbollur með lingon í kvöldmat. Maður ætti að skammast sín ;)
kv.
B
...ja þú getur líka reynt að sannfæra þig um að þú sért bara að prófa þennan alsænska túristapakka...endalaust :)
Þið getið orðið ekta sænsk fyrir bara pínu pening. Það er verið að selja þessar töskur fyrir skít og kanel, núna þegar aðal "picnic" vertíðin er á enda ;-)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim