Freistingar eru til að standast! ogþó...

Með hverri mínútu sem líður, með hverju augnabliki erum við hjónin að slá persónuleg met sem munu koma ykkur mikið á óvart. Þann 17 nóvember komu pabbi og mamma með jólagjafir handa okkur og skildu þær eftir í okkar höndum 20 nóv, kl 11:14. Síðan þá höfum við EKKI freistast eða náð að sannfæra hvort annað um að opna pakkana. Það er alltaf einhver sem er sterkari, og göfugri en hinn þegar þörfin kemur upp. Nú er svo komið að ég er orðinn hræddur um að keppnisskapið sé orðið það mikið að pakkarnir verða aldrei opnaðir!!! Og þá vil ég frekar fara aftur í gamla farið.
- En (ég verð að koma þessu að...) það er auðvitað fáránlegt að láta eitthvað sem einhver er búinn að borga fyrir og VILL GEFA liggja dögum og vikum saman í gjafaumbúðum á meðan viðtakandi gæti verið í "quality time" með innihaldinu!!! þetta er auðvitað bara rugggl! Ég veit ekki hverjum datt þetta jólasystem upphaflega í hug! Það hefur ekki verið manneskja með rennandi blóði.
Innfellda myndin er til þess að sanna að myndin sé tekin í dag! er það ekki annars gert svona? ;)
4 Ummæli:
HA HA HA Glætan spætan..
Nú er aðventan byrjuð og tími freistinganna kominn!
Enda er þetta blogg, ekkert annað en forleikur að því sem koma skal.
Fyrsta skref í samningaviðræðum um
hvenar skuli opna pakkana....
En kannski erum við að þroskast. Batnandi fólki er best að lifa!
Svo sannarlega, en annars kunni ég ágætlega við ykkur einsog þið voruð..
Pakkarnir sitja þarna eins og stilltir skæruliðagíslar. Hvar er maðurinn með lamhúshettuna og skilaboðin. Ja maður spyr sig.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim