02 apríl, 2007

365 dagar í næsta...



Originally uploaded by Anna Sóley.
Fjúkket, fyrsti apríl er liðinn (eða eins og okkar fólk segir :hinn eiginlegi afmælisdagur/ árshátíð Dosta!!!).

Hann var óvenju strembinn í ár, tilraunirnar svo margar að við náðum varla að anda á milli. Dosti dúndraði út sprengingunum í allar áttir, lét t.d. mömmu sína þeytast til og frá að skoða ímynduð dádýr og reyndi að láta hana tékka sig inn í flugið í einhverri yfirgefinni birgðarstöð. Einnig sagði hann syni sínum að hann hefði fengið núll stig í golfheimaverkefni, greyið fór með tárin í augunum að athuga í tölvunni. Hann vakti Röggu og Berg og skipaði þeim að fara í hjólabúning því hann væri mættur fyrir utan tilbúinn í hjólaferð!

Hann reyndi líka að fara illa með hallarfólkið, gerði heimasíðu þar sem hópur "liberal greens" voru búnir að skipuleggja allsherjarfund á Runsalóðinni, og lokkaði þau til að koma skoða moggaúrklippu (sjá mynd).

Já sannkölluð veisla hjá mínum manni:)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim