03 apríl, 2007

móða og inngangur

Hæ allir arkitektanördar og aðrir áhugasamir,

Hefur eitthvert ykkar farið í sauna með glugga? Ég spyr því ég vil hafa glugga á ýmsum heitum og blautum rýmum í byggingunni minni, en ég hef áhyggjur af því að það verði bara endalaus móða allsstaðar. Ég er samt búin að sjá á myndum glugga í saunaklefum og svol. en ekkert um t.d. móðufrítt gler. Hm, vona að þið hafið svarið.

Annað, ef þið lumið á vitneskju um flotta innganga megið þið segja mér, mig vantar innblástur...

P AS S

6 Ummæli:

Þann þri. apr. 03, 03:09:00 e.h. , Blogger Una sagði...

http://www.ivanhoe.com/science/story/2006/01/95a.html

prófaði bara að googla, eitthvað verið að experimenta með þetta, skilst að herinn í USA sé líka að leita að lausnum á þessu skemmtilega vandamáli. En þetta er semsagt gufan sem sest á kalt yfirborð, gufan er í nógu stórum ögnum til að ljós brotni í vatnsgufunni og því ekki lengur hægt að sjá út um glerið. Þessir gaurar eru að finna upp einhverja filmu sem kemur í veg fyrir þetta. Ég hugsa að það sé annaðhvort þetta eða hita glerið upp þannig að það sé með sama hita og gufan. Kannski það komi í veg fyrir að hún setjist á glerið. Eins og þegar maður fer með gleraugun á nefinu út, þau venjast kuldanum og verða köld. Svo kemur maður inn og móða sest á þau vegna hitamunarins á loftinu inni og sjálfu glerinu.

Annars veit ég ekki neitt um þetta, því miður.

p.s. já verð að fá Dosta með mér í lið til að drepa allar pestarnar í tölvunni minni. Full af Tróju hestum sem ég ræð ekkert við. Þó er ég með vírusvörn í fullum gangi. Kannski þetta valdi því að mín tölva ræðst á hans tölvu.

 
Þann þri. apr. 03, 03:13:00 e.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

haha frábærlega vísindalegt svar! dosti benti mér líka á böndin sem eru í afturrúðum bíla og eyða móðu...spurning um að nota svoleiðis:)

 
Þann þri. apr. 03, 04:12:00 e.h. , Blogger Una sagði...

tíhíh, já það má sjá fyrir sér eðlisfræðinörd í hvítum slopp og kringlótt gleraugu með krullaðan topp út í loftið við lestur þessa svars.

:D

já afturrúður nar er líka góð hugmynd. Eða bara setja miðstöðvarblástur rúðurnar. Getur komið vatninu á hreyfingu líka :) lítil ró þar inni hugsa ég nú samt.

Ég spurði um Zumthor spa-ið í Sviss. Húsfélagar mínir fóru þangað í haust. Þar er víst enginn eiginlegur inngangur, heldur ferðu inn í hús við hliðina, sem er gamalt og crappy, svo ferðu í undirgöng neðanjarðar og kemur upp í húsið. Það er alltaf einhver mistik við svona neðanjarðar dæmi. Eins og t.d. í bláa lóninu, þar sem verið er að leiða mann í gegnum hraunið og maður sér ekki beint innganginn. skemmtilegt.

 
Þann fös. apr. 06, 08:13:00 f.h. , Blogger Ragga sagði...

Ég hef farið í gluggasánu. Held fleiri en eina. Þetta rennur nú svoldið saman í eitt en mig minnir að ein svoleiðis hafi verið í WorldClass í Austurstræti. Engin móða og gott útsýni - þetta var að sjálfsögðu þurr sána. Líklega meira vesen með þær blautu. Á fínum hótelum eru oft móðufríir speglar - maður bara ýtir á takka. Svo eru til sturtuklefar, gler, sem hægt er að móða og afmóða með einum takka. Svo þú hlýtur að vera í góðum málum með þetta.
Ekkert smá spennandi.

 
Þann þri. apr. 10, 07:14:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

það eru líka mjög fín rafbönd í framrúðunni á sumum bílum. þau sjást nánast ekkert, enda þarftu meira á að halda að sjá út um framrúðuna en aftur heheheeh....
takk fyrir okkur enn og aftur

 
Þann fim. apr. 12, 08:37:00 f.h. , Blogger Halldóra sagði...

Á Domarudden f. utan Åkersberga er "vedeldad bastu" med glugga á, svo maður getur horft útá vatnið og "bastað", mjög fínt. En já, kannski ekki svo mikið gufuvandamál...... ?

:-)
kv. Halldóra í Vallentuna.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim