04 september, 2007

Mjög óvænt útskriftarveisla!

Þegar við lentum á Íslandi kl. 7 um morgunn þá hófst skrítin atburðarrás. Böðvar og mamma biðu út á velli, en þau höguðu sér undarlega...t.d. mátti Dagur ekki fara í bílnum með mömmu sem okkur þótti nú frekar óvenjulegt...en ok...svo sagði Böðvar okkur að Jónína væri með vinkonum sínum í Kaldárseli að gróðursetja. Okkur fannst það ótrúlegur dugnaður hjá henni að vakna kl. 6 til að fara að vesenast þetta. En ok planið var að sækja hana á leið af vellinum. Dosti vissi alveg hvar í Kaldársselinu mamma sín væri enda oft komið þangað. Á einum tímapunkti hreinlega greip hann í stýrið þegar honum þótti pabbi sinn vera að villast! En Böðvar náði stjórn á stýrinu og Dosti umlaði eitthvað um það að það kæmi nógu fljótt í ljós hver hefði rétt fyrir sér, þar sem við værum nú komin á einhvern einkaveg. Stuttu síðar sjáum við mannfjölda við einhvern bústað og hlakkar þá í Dosta enda vissi hann alveg hvar ræktunarskiki mömmu sinnar væri. En nei, þá stoppar bíllinn og ég sé Unu standa við þvöguna! Ég hugsa "vá en skrítið, Una á að vera í Hollandi núna, hvað er hún að gera hér á þessum stað á þessum tíma???" Svo sjáum við að þetta er allt "okkar fólk", fjölskylda og vinir!!!Leynimakk sem hefur verið í bígerð í nokkra mánuði og ekki grunaði okkur BOFS. Þetta var alveg frábær óvænt morgunveisla og fullkomin byrjun á Íslandsheimsókn:)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim