11,8!

Dagur meistari hefur lækkað forgjöfina úr 19.2 niður í 11.8 í sumar!!! Og búinn að ná öllum markmiðum sem hann setti sér yfir sumarið og gott betur.
Eins og ALLIR muna er Dagur í mótaröð sem er tvöfold, 6 leikir um vor og 6 leikir um haust. Það eru sigurvegarar á vormóti og haustmóti og svo samanlagt, en sá sem vinnur samanlagt fær leðurpokann margumrædda.
Dagur vann vormótið en var með jafn mörg stig og sá sem næstur kom. Nú er hann með 10 stig í haustmótinu þegar mótaröðin er hálfnuð en þrír eru með 6 stig. Hann er einnig samanlagt með 29 stig og næsti á eftir með 23 stig. Það eru 3 mót eftir og síðasta mótið er 23 september þannig að við feðgarnir verðum hérna fram yfir það og tökum leðrið til Íslands þar sem það á heima!
1 Ummæli:
Úr 19,2 niður í 11,8 á einu sumri? Ég væri sko alveg til í það. Ég er annars búinn að hanga í 20,8 í nánast 3 ár! Hann hlýtur þá að hafa flutt lögheimilið sitt í golfskálann í sumar! En þetta er stórglæsilegt hjá drengnum og það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim