12 ágúst, 2007

Þetta unga fólk í dag!

Ég er búinn að nota tækifærið þessa dagana og leiða Dag í gegnum mörg af gullkornum silfurtjaldsins frá unglingsárum mínum. Sumt var greinilega bara gott í minningunni en nóg með það.

Við byrjuðum á góðu nótunum á Three Amigos. Svo helltum við okkur í First Blood, Mad Max, og....vá hvað maður er fljótur að gleyma...jæja nokkrar klassískar í viðbót.

Og í gær náðum við hápunktinum með Alien!!! en hann gafst upp af spenningi í miðri mynd. Sem var eins gott því annars hefði ég þurft að hafa mig afsakaðan :)

Mér varð þá ljóst að þetta unga fólk í dag hefur ekki fengið neina almennilegan spennumynd í bíó. Þetta er orðið svo yfirborðskennt formúlusull að ég bara skil ekkert í þessu? Dagur Kári! veit þú ert þarna úti, kom on nú...við höfum trú á þér.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim