02 september, 2007

Heimdallur er kannski ég eftir allt? XDosti?

Úr Morgunblaðinu:
"Undanfarnar vikur hefur miðborg Reykjavíkur verið miðpunktur umræðunnar og þá aðallega undir þeim formerkjum að þar ríki ómenning um helgar. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og borgaryfirvöld hafa fundað um hugsanlegar aðgerðir vegna þeirrar stöðu sem upp er komin ásamt veitingamönnum. Þær hugmyndir sem settar hafa verið fram af yfirvöldum eru byggðar á forræðishyggju og takmarka frelsi veitingamanna og þeirra sem sækja miðborgina enn frekar. Tilfærsla skemmtistaða, fækkun veitingaleyfa, fleiri öryggismyndavélar eða breytilegur opnunartími milli staða er ekki árangursrík aðferð til þess að hafa jákvæð áhrif á skemmtanalíf í höfuðborginni.

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, bendir á að vandi miðborgarinnar um helgar skapist ekki af of miklu frelsi eins og einhverjir vilja halda fram, heldur vegna þess helsis sem stjórnvöld hafa skapað með boðum og bönnum og afleiðingum þess.

Ætla mætti að ástandið væri öðruvísi ef áfengisgjald á Íslandi væri ekki með því hæsta sem um getur í heiminum, reykingabann sett á án nokkurs aðlögunartíma eða meðalhófs, leigubílaleyfi takmörkuð við ákveðinn fjölda, og ekki má gleyma því að opnunartími skemmtistaða er nú þegar takmarkaður þrátt fyrir að rúmur megi teljast.

Stjórn Heimdallar hvetur yfirvöld til þess að nálgast málefni miðborgarinnar með raunhæfum hætti og bendir á að forræðishyggja og stjórnlyndi eru ekki leið að lausn vandans."


...þá vakna spurningarnar...hvað ætli maður þurfi að vera ungur til að teljast ungur, og getur maður verið bara ungur og sleppt sjálfstæðismaður? Eða vill einhver bjóða betur? Við erum sko á heimleið og verðum ofvirkir kjósendur...

10 Ummæli:

Þann sun. sep. 02, 08:24:00 f.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

úff dosti, ég er hrædd um að þú fáir yfir þig gusu núna...

btw, íslandsmyndir eru á leiðinni.

 
Þann sun. sep. 02, 10:39:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

ég í þann mund að kommentera á þessa þvælu þegar ásta hringdi og bað mig um að skila því til þín að þeir sem ekki nenntu að taka þátt í ákvarðanatöku um þjóðfélagsmál með því að kjósa á kjördag dæma gagnrýni sýna dauma fyrirfram. annars var ég alltaf viss um að þú værir heimdellingur svo ég er til í að taka þennan rökræðuslag þegar þú kemur á klakann á þeim forsendum.

 
Þann sun. sep. 02, 10:42:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

p.s.
frjálslega stafsetningin stafar af uppgufun frá 80 lítra bláberjabruggi sem leggur um allan klapparstíginn af loftinu á númer 40...

 
Þann sun. sep. 02, 12:09:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Já gott að ég valdi þér ekki vonbrigðum Orri, en einhvernvegin hef ég á tilfinningunni að ef ég hefði breytt nafni Heimdallar í eitthvað grænt og rollulegt hefðir þú verið alveg sammála innihaldinu. Hvað Ástu varðar er hún ekki lengur kjörgeng nema hugsanlega í Stykkishólmi, það gilda einhverjar reglur um lágmarksdvalartíma. Hlakka til að hitta þig og verja Heimdall...það var nú komið að því!

 
Þann sun. sep. 02, 01:58:00 e.h. , Blogger Óli Helgi sagði...

En bíddu. Heimdallur, Ungir Sjálfstæðismenn, er ekki Sjálfstæðisflokkurinn við völd í borginni? Ef að ungir sjálfstæðismenn eru gjörsamlega ósammála gömlum sjálfstæðismönnum, erum við þá bara að tala um kynslóðabil, eða getur verið að sjálfstæðismaður != sjálfstæðismaður? Nei nú veit ég ekki, og kem sennilega aldrei til með að skilja pólitík. Ég þykist hinsvegar vita að 2 != 3, en pólitík er víst aðeins flóknari en STÆ.

 
Þann mán. sep. 03, 07:17:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Já Óli, er ekki þinn politíkus Halldór Blöndal? rjúpnavinur? en ég tek undir þetta með þér, þetta virðist allt vera sami grauturinn.

 
Þann mán. sep. 03, 09:14:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

það er allavega sami frjálshyggju-pungurinn undir samfylkingu og sjálfstæðisflokki enda kyrja þeir nú sama frelsis-mantrað og ómögulegt orðið að greina í sundur undirskriftir geirs og ingibjargar.

 
Þann þri. sep. 04, 05:17:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

hahaha þetta er frábært. á sínum tíma var ein heimdalla vinkona (já ég á vini í heimdalli) mín mjög hneyksluð að Óli hafi verið kosinn sem forseti...henn fannst hann svo LJÓtur... nú hafa sjálfstæðismenn í plús kosið Villa tilla sér sem borgarstjóra.... er hann fallegri mhuahauhauahuahuauah (ein sem þarf ekki að sniffa berjasaft til að vera RUGLUÐ)

 
Þann mið. sep. 05, 10:40:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

velkominn í hópinn. þú flytur þá væntanlega út á nes með mér?

 
Þann fim. sep. 06, 11:04:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

ég verð að segja það að SUS (Samband ungra sjálfstæðismanna)hafa nokkrum sinnum að undanförnu komið fram með góðar ábendingar (eins og þessa)og virðist mér meira líf og eldmóður í þeim en mörgum vinstri græningjanum, ungum eða öldnum.
Kannski maður fari að tékká 'essu

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim