afmælið
Veislan hans Dags heppnaðist ótrúlega vel. Hér eru Dagur og Jana að bíða eftir gestunum. Þau komu kl 18 og þá var farið í leiki t.d. hnútaleik, stoppdans, spurningaleik og pakkaleik. Svo elduðum við hamborgara fyrir liðið. Svo horfðu þau á rómantíska gamanmynd eftir lýðræðislega kosningu... :)
Að henni lokinni var farið í fleiri leiki og loks spilað gamla góða cluedo til miðnættis. Rosalega skemmtileg veisla og allir glaðir.
2 Ummæli:
mikið eru þetta falleg sytkini!
æ já finnst þér ekki :)
annars er mig farið að lengja eftir myndum af ykkur, skella sér í það ok?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim