30 október, 2005

Tóbak

Það er alveg furðulegt hvað nikótínneysla svía er ólík öðrum þjóðum sem ég þekki til. Maður sér ekki neinn mann reykja hérna. Ég er búinn að fara á tvenna tónleika innanhúss og fjölmörg kaffihús en aldrei kemur maður angandi af reykjarlykt út. Það er mjög góð tilfinning. Þeir eru þó ekki alveg lausir við fíknina því í staðin nota þeir munntóbak. Og ekkert lítið af því. Og þar er mengunin mest sjónræn því myndalegir ungir sænskir karlmenn afmynda andlit sitt með því að troða munntóbaki í efrivörina. Eftir líta þeir út eins og apar og eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Ég veit svei mér ekki hvort er verra, en hér er a.m.k. ekki ófínt að vera með apamunn. Ég tók eftir því í landsleiknum Svíþjóð - Ísland að einn landsliðsmaður okkar sem leikur einmitt í Svíþjóð var með afmyndaðan kjaft í leiknum þegar hann fagnaði marki sínu. Þetta er því á leiðinni til Íslands ;)

4 Ummæli:

Þann mán. okt. 31, 12:36:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Íslenska útgáfan af þessu, er að vera með snus í vörinni, rettu í kjaftinum og drekkandi vodka í kók.
mbk.áh

 
Þann mán. okt. 31, 03:29:00 e.h. , Blogger Dosti sagði...

HAHAHAHA! þú hittir naglann á höfuðið.

 
Þann þri. nóv. 01, 10:57:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

Eða eins og þeir hér í danaveldi, allir með sígarettur og þá ú um allt, úttroðna vör og með bjórangann kl. 10. að morgni.

 
Þann fös. nóv. 04, 02:06:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

já þetta er líka komið heim, ekki síst í íþróttaheiminn - þið vitið að ég er sérfróð um þann heim,
Þ.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim