17 desember, 2005

Jólaballið

Við fengum tilkynningu um að það væri jólaskemmtun í badmintonfélaginu sem Dagur æfir hjá. Anna Sóley komst því miður ekki þar sem hún var að klára lokaverkefni annarinnar. Ég skyldi ekki allt sem stóð á miðanum en ég hef nú upplifað þónokkrar jólaskemmtanir svo ég fyllti bara í eyðurnar úr reynslukál minni.

A.m.k. tók ég þónokkurn tími í að reyna að sannfæra Jönu um að fara í jólakjól en hún bara fékkst ekki til þess (af því það voru ekki komin jól) Ég endaði á því að gefast upp á svo við fórum öll svona meðalfín á ballið.

En þar sem við bjuggumst við að sjá jólatréð og jólasveina voru bara tæki og tól til íþróttaiðkunar. Þetta var bara íþróttaæfing þar sem foreldrar máttu taka þátt í allskonar leikjum.

Svo við þökkum Jönu fyrir að vera svona þrjósk og Önnu Sóley fyrir að hafa ekki verið á staðnum (hún hefði ekki gefist upp ;). Það hefði verið neyðarlegt að spila badminton í jakkafötum og með bindi og erfitt að reyna að úskýra klæðnaðinn fyrir þeim sem hefðu eflaust spurt :) Em...jú við...

1 Ummæli:

Þann lau. des. 17, 04:33:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

hahahahahaha... þetta bjargaði deginum. Sé ykkur í anda já og eins gott að keppnismanneskjan var ekki á svæðinu hahhahhaha. Getur verið að Jana hafi lesið miðann????

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim