fréttir af Dosta...
Ein frábær frétt: Dosti komst inn í KTH!!!
Hann fer í 2 ára mastersnám í tölvuöryggi, sem er akkúrat sérhæfingin sem hann vildi. Fyrir nokkrum árum þegar við vorum að skoða hvaða háskólar byðu upp á þessa sérhæfingu í tölvunarfræðinni voru mjög fáir sem komu til greina, eiginlega bara Stokkhólmur og London í námunda við okkur. Þó hann verði í sama skóla og ég verður hann í Kista, sem er milli okkar og Stokkhólms, því miður...
Svo Svíarnir eru alls ekki eins stífir á reglunum eins og orðsporið segir, því Dosti er að sækja um mastersprógramm þó hann eigi einn kúrs eftir í HR, þeir hafa ákveðið að líta framhjá því, sem ég bjóst nú eiginlega ekki við. Vorum einmitt að fatta að á laugardaginn var, útskrifaðist Dosti sem kerfisfræðingur, trúlega meðan við vorum í garð brunch hjá Röggu og co! Síðan um jólin þegar þessi eini afgangskúrs verður kláraður þá er hann kominn með BA gráðuna. Allavega þetta með KTH eru rosa góðar fréttir fyrir okkur :)
Ferðin okkar til Skánar var alveg meiriháttar eins og við var að búast. Mjög fallegt landslag, opið til hafs og gular blómabreiður hægri og vinstri. Allsstaðar við sveitavegina kaffihús, gallerí og antíksölur. Við ásamt okkar frábæru vinum, fórum á ströndina, borðuðum góðan mat, fórum í göngutúra og allskonar skemmtilegt. Eina sem vantaði var fjölskyldan í Toronto! Mikið var þetta GAMAN! Myndir koma snart...
Nú styttist svakalega í okkur, komum næsta sunnudag, skrítin tilhugsun. Svo eigum við pantað flug þann 5.júlí til Stokkhólms. Þessa helgi sem við förum til Íslands er Dosti að taka þátt í stærstu hjólakeppninni sem er í boði hér, einskonar maraþon hjólamanna, 300 km langt!!! ca eins og til Skaftafelss, eða Búðardals fram og til baka. Mér sem venjulegri manneskju finnst þetta soldil bilun en hann er þvílíkt spenntur :)
Þar sem þetta hefur þróast óvart í fréttabréf um Dosta má læða því að hann fékk sumarvinnu (sem hann vinnur í tölvunni heima), allt gott um það að segja.
Jæja, best að halda áfram að vera úti í þessu dásamlega veðri, þar sem stærstu áhyggjurnar eru hvort maður eigi að fá sér íste eða límonaði...ÞETTA ER LÍFIÐ :)
as
4 Ummæli:
Frábærar fréttir! Vávává. Til hamingju Dosti! Hjólakeppnin hljómar rosa seríus, ég er sjálf hálf uppgefin eftir að hjóla þessa korters leið í skólann minn og halda á reiðskjótanum upp tröppurnar hérna niðri. Gaman verður að fylgjast með...
Góða ferð til íslands!
þ.
Til hamingju, hamingju, hamingju og hamingju félagi Dosti.
Frábært !! En þýðir þetta þá ekki 2 ár í viðbót í Svíþjóð ??
Og fleirri Svíþjóðarferðir fyrir mig....
við skulum sko vona það félagi Ásta, og auðvitað fleiri pictionary mót (en pant vera með þér í liði)
as
Frábærar fréttir Dosti. Hjartanlega til lukku með það. Þið verðið að ekta svíum að lokum. Mikið er ég glöð að hafa ykkur aðeins lengur nálægt mér. Við verðum að fara að skipuleggja aðra reisu ;o)
Ég er alltaf til í Pictionary, AS við mönum sigurvegarana bara í annað spil og möluð þau hehe...
Ég heyri að þið hjólið líka fyrir mig og mína.
Kveðja frá höllu við viftuna
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim