11 júlí, 2006

HEIM Í SÓLINA :)

Þá erum við komin heim til Runsa, það er alltaf góð tilfinning, og þetta er okkar "heim" núna. Ferðin til Íslands var auðvitað alveg frábær, þrátt fyrir drulluskítaveður ;)

Við náðum að hitta svona 85 prósent af þeim sem við vildum, nokkuð gott bara skilst mér. Fórum í útilegu, sund,Stykkishólmsferð og mörg mörg frábær matarboð, og græddum í leiðinni nokkur kíló! Inn á milli höfðum við það svo ofsalega gott í Grundarlandinu þar sem var stjanað við okkur á allan hátt.

Dagur fór nokkrum sinnum í golf og nokkrum sinnum í gömlu götuna okkar að hitta vinina. Nokkrar tilraunir voru gerðar til að grilla og það endaði í öll skiptin með því að Dosti hékk kappklæddur yfir grillinu í lengri tíma til að halda einhverjum varma gangandi í grillinu! Ó já Ísland! Með smá fjarlægð í okkur tókum við eftir því að þjónustan í Reykjavík er ömurleg, malbik og bílaslaufur eru ráðandi, fuglar voru áberandi fáir en náttúran alltaf jafn einstök. Tíminn leið ótrúlega hratt og allt í einu vorum við á leið til Stokkhólms aftur.

Hjónin komu auðvitað út á völl að sækja okkur, og á 2 bílum því þau héldu að Breki væri með. Svo buðu þau okkur í snarl um kvöldið. Það reyndist síðan vera þvílíkur afmælisverður með laxi, afmælisköku og gjöfum fyrir afmælisbarnið og reyndar líka pakkar fyrir krakkana!!! Þau eru mögnuð eins og venjulega!

Í dag kom elsku Breki til okkar, pínulítið lemstraður eftir fótboltamót en í góðum gír samt. Hér hefur verið sól og 26-30 stiga hiti síðan við komum, í dag er reyndar skýjað og 20 stig, en spáin er góð. Við ætlum að gera margt skemmtilegt saman meðan Breki er hjá okkur, ýmis plön. Dosti er reyndar að vinna á daginn en það gerir hann í tölvunni heima.

Ein frétt er að við ætlum í stutta ferð til New York 19.ágúst í 5 daga!!! Þetta kemur til af því að þetta grænakortsmál gekk í gegn meðan við vorum á Íslandi. Eftir að við höfðum gengið í gegnum allar skoðanirnar og pappírana og farið með "æ solemní sver..." (hahahaha) fyrir sendiráðsfólkinu var málið í höfn. Við þurfum að fara til USA til að virkja þennan rétt og því förum við í þessa ferð. Dýrt spaug þetta! En mikið erum við samt spennt fyrir þessari ferð.

myndir koma fljótt!

as

2 Ummæli:

Þann fim. júl. 13, 06:55:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Um daginn þegar ég spurði Eyju hvernig veðrið væri búið að vera heima á Íslandi (og vissi að það var búið að vera ömurlegt) þá svaraði hún, "Bara mjög gott...eða svona íslenskt" Mér fannst það ágætt svar. Hér í Toronto er sól og blíða og ég flatmaga með bók úti á verönd og hugsa með tilhlökkun til íslenska sumarsins.
þ.

 
Þann mán. júl. 17, 01:24:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

ég er enn stödd á fróni í þessu "íslenska sumarveðri". Skrapp vestur um helgina og vorum við kappklædd allann tímann. Mér heyrist á íslendingum að þeir eru allir orðnir ansi spældir með þetta sumar.
Kv. Halla
e.s. eins og sannur íslendingur skrifa ég, eins og þið sjáið, bara um veðrið hehe...

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim