14 ágúst, 2006

Dagur 20 hcp

Dagur á heima úti á golfvelli. Hann myndi gista þar ef það væri í boði, en að öllu öðru leyti á hann heima þar. Fyrir um 2 vikum tók hann sænska golfprófið sem er bæði verklegt og skriflegt og leyfir honum að fara sjálfum út á völl. Við það fékk hann skráða forgjöf 36 sem hann er búinn að ná niður í 20 þegar þetta er skrifað!!!

Ef hann nær ekki að plata vin sinn til að fara út á völl fer hann bara einn. Hann spyr eitthvað fólk hvort hann megi spila með og ekkert mál. Þetta er eitthvað svo einfalt og átakalaust hjá honum að það er aðdáunarvert. Svo notar hann karlmannsteigana því hann vill ekki vera að skjóta nær eins og konur og börn ;)

Áfram Dagur!!!

1 Ummæli:

Þann mán. ágú. 14, 03:59:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

Já áfram dagur!
Frábært að vera svona ófeiminn og blátt áfram.
Verð að viðurkenna að ég hef ekki hundsvit á golfi. "Forgjöf" og "karlamannsteigar" eru orð sem eru ekki til í minni orðabók.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim