03 ágúst, 2006

Dagur Kári meikarða!

Heima á Íslandi kynni ég mig stundum sem Einar Sveinsson eða eitthvað álíka þegar rétt nafn skiptir ekki sköpun. Þetta geri ég til að forðast að þurfa að endurtaka Ebenezer nokkru sinnum eða útskýra að ég sé ekki útlendingur eða að jú vissulega sé ég ættaður að Vestan en nei ég þekki ekki Dýrfinn Númason (eins og allir með skrýtin nöfn ættu að kannast við hvern annan :). En lang-oftast finnst mér frábært að vera sá eini í heimi sem heitir mínu fulla nafni. Full nöfn ættu bara að vera skrásett vörumerki. Ég var því hikandi um hvort ég ætti að sýna Degi fréttina um að nafnið hans væri næst algengasta nafnið um þessar mundir. Mér fannst þetta alveg ferleg frétt og því kom mér á óvart að hann hoppaði nánast hæð sína í loft upp. Þá mundi ég einmitt að þegar maður var 12 ára vildi maður vera eins og allir aðrir... En nóg um það.

Þegar við gáfum Degi nafnið þekkum við bara nokkra með því nafni. Og þá helst auðvitað Dag Kára. Hann var þá bara vinur en ekki heimsfrægur. Núna er hann búinn að meika það og toppa í orðsins fyllstu merkingu. Vinsælustu kvenmansnöfnin eru án nokkurs vafa Silvía og Nótt...

9 Ummæli:

Þann fim. ágú. 03, 08:49:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Fyndið, og ég þekki einn snáða sem heitir Kári Dagur og hann er enn einn um það (Íslendingabók) þrátt fyrir að nöfnin hans séu í fyrsta og öðru sæti samkvæmt þessum lista.

 
Þann mán. ágú. 07, 09:56:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

Var inn á hagstofunni að athuga með mannanöfn og samkv. henni þá er Dagur í 25. sæti yfir eiginnafn drengja 0-4 ára (74 sem heita það) og Kári er í 68. sæti (36 sem heita það) Ég er forvitinn hvar þú fékkst þessar tölur?? Einnig kom þar fram að yfirheidina þá er Kári í 72. sæti (505 manns sem heita það sem eiginnafn) en Dagur er ekki inn á topp 100 listanum.
kv. Fríða

 
Þann mán. ágú. 07, 01:57:00 e.h. , Blogger Dosti sagði...

jahá! þú greinilega tortryggir mig svo mikið að þú ferð á hagstofuna vænan...Ég myndi alltaf trúa öllu sem þú segir, og aldrei double tékka þínar fréttir ;)

Þínar upplýsingar eru samt gamlar (frá des 2004). Mínar upplýsingar eru frá http://visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060729/VEFTV/60729016&SearchID=73253049724577

En það er furðulegt hvað það er mikill munur á þessu. Það er greinilegt að fólk hafi verið að skýra Dag og Kára í unnvörpum síðasta 1,5 árið. Eða að vísir sé bara að bulla.

 
Þann mán. ágú. 07, 01:58:00 e.h. , Blogger Dosti sagði...

ok tengillinn fór eitthvað á bakvið.
http://visir.is/apps/pbcs.dll/
article?AID=/20060729/VEFTV/
60729016&SearchID=73253049724577

það er semsagt allt þetta fyrir ofan í einni röð :)

 
Þann þri. ágú. 08, 07:08:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

ég er ekki að draga orð þín í efa dosti minn. Er bara að ath. með nafn á nýja fjölskyldumeðliminn ;o)
kv. bumbulína

 
Þann þri. ágú. 08, 04:20:00 e.h. , Blogger Dosti sagði...

já, þarna slappstu fyrir horn kæra mín;) pottþétt afsökun. Ég mæli samt með Harrí Potter eða Hringadróttinssögu nöfnum sem mótvægi við nöfnin sem Kommi á eftir að stinga upp á hehe. Jú og svo var alltaf vinsælt að nota Huldufólkið...eða nöfnin úr Ebenezer Scrooge?

 
Þann mið. ágú. 09, 03:11:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Sindri er greinilega að koma sterkt inn. Ekki skrýtið þar sem ég spilaði allan minn knattspyrnuferil með Sindra. Fólk trúir greinilega að gemlingarnir verði betri menn með því að þá á einhvern hátt við mig.

 
Þann mið. ágú. 09, 03:12:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

með því að tengja þá á einhvern hátt við mig. ...átti þetta að vera

 
Þann fim. ágú. 10, 07:26:00 f.h. , Blogger Dosti sagði...

Já það er nokkuð mikið til í þessu. Þú kaust alltaf Davíð, hlustar á Ný Dönsk og Sálina. Þú ert með hlyn í garðinum, Það eina sem á ekki við þig er Viktor. En fólk skírir börnin sín varla Lúser...kannski Lúsifer.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim