27 september, 2006

Uppskera


dagurgolf
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þarna er Dagur (standandi til vinstri við hliðina á einhverjum í bleikum bol) með öllum krökkunum af golfnámskeiðinu á síðasta deginum. Það voru keppnir og lenti hann í 3.sæti og 6.sæti, frábær árangur. En stóru fréttirnar komu í gær...

Þessi golfklúbbur er með keppnishópa fyrir krakka og unglinga sem er erfitt að komast inn í. Strákarnir þar eru með mun lægri forgjöf en Dagur og orðnir virkilega góðir. En þeir sem stýra þessari starfsemi kynntust Degi og sáu hvað hann er búinn að leggja ótrúlega hart að sér í sumar og sýna góðar framfarir. Dag er búið að dreyma um lengi að geta verið með í þessu en við vorum alltaf að segja að það væri afar ólíklegt og þá alls ekki strax. En í gær fengum við þær fréttir að honum er boðið pláss þarna því þeim finnst hann hafa hæfileika og metnaðinn sem þarf. Við ætluðum að bíða með að segja honum það þangað til á afmælisdaginn en ...við gátum ekki beðið:) Það má alveg segja að þetta sé hans draumur að rætast því það sem gerist er að þeir æfa á veturna með fyrsta flokks kennurum og aðstöðu, bæði golf og þrek. Svo verða mót og ferðalög auðvitað, en kannski það besta er að komast í félagsskap með jafnöldrum sem hafa nákvæmlega sama áhugamál. Það eru ekki margir sem fá pláss , innan við 10, en Dagur þekkir allavega 2 og segir að þeir séu mjög skemmtilegir.

Þannig að eftir ótrúlegan dugnað undanfarið þar sem hann fór eldsnemma á morgnana út á völl, einn, og var fram á kvöld, alltaf og alla helgardaga, og eftir að hafa upp á sitt einsdæmi byrjað að vakna nokkrum sinnum í viku kl 6 til að hlaupa og lyfta lóðum, einn, þá er hann aldeilis að uppskera núna:) Við erum ótrúlega stolt og hann er búinn að fá bestu afmælisgjöfina.

2 Ummæli:

Þann fim. sep. 28, 06:54:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

Elsku Dagur
Til hamingju með frábæran árangur.
bestu kveðjur frá Danagenginu

 
Þann fim. sep. 28, 12:29:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Vá! Frábærar fréttir. Til hamingju elsku Dagur og gangi þér vel.
Þórdís og kó.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim