07 febrúar, 2007

Logo reiðra grunnskólakennara!

Það er merkilegt að sjá þessa frétt. Fyrir 3 árum síðan voru grunnskólakennarar í kjaradeilu og RÚV notuðu alltaf þessa mynd af Þórdísi "reiðu" að skrifa kröfurnar á töfluna í Réttarholtsskóla.

Núna er hún farin að kenna í framhaldsskóla en þegar grunnskólakennarar verða ósáttir aftur leitar RÚV í gagnagrunninum að reiðum kennara og finna þessa gömlu mynd, poppa hana aðeins upp í Photoshop með skelfdum og óttaslegnum skólakrökkum.

Það er svo margt að þessum vinnubrögðum að maður veit ekki hvar maður á að byrja. En fyrir þá sem þekkja Þórdísi er kannski bara fyndið að hún skuli einmitt vera notuð þegar upp koma deilur og ósátt því það er varla til ljúfari manneskja á jarðríki. En RÚV er ríkisstofnun og það er spurning hvort Þórdís sé komin í gangagrunn yfirvalda um "troublemakers" og verði meinaður aðgangur að íþróttaviðburðum (já ég veit:) og flugvélum þar sem andlit hennar er borið saman við myndagagnagrunninn?

6 Ummæli:

Þann mið. feb. 07, 05:49:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

hahahahaahahah............
Þetta er frábær mynd af "fúla" kennaranum hahahahahahaa.............
hvernig er það Dosti á ekki að setja upp svona njósnaramyndavélar í skólastofum líka????

 
Þann mið. feb. 07, 07:51:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

jú! heldur betur! dreifa þeim út um allt. Ég treysti engum!!! Annars lentum við Anna Sóley í eftirlitsmyndavélum í dag sem greindu ólöglegt atferli okkar. Við erum komin í einhvern gagnagrunn! Það er alveg öruggt.

 
Þann mið. feb. 07, 07:57:00 e.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

 
Þann mið. feb. 07, 08:00:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

hvaða ólölega atferli voru þið að standa í??

 
Þann mið. feb. 07, 08:02:00 e.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

dosti, ég skora á þig að segja alla sólarsöguna "tölvunarfræðingur sýndi einbeittan brotavilja er hann var í tvígang stöðvaður við að smygla sér inn á húsgagnasýningu með fölskum skilríkjum"!

 
Þann lau. feb. 10, 06:58:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

ég held ég ætti að fara að biðja um laun fyrir þessar stöðugu myndbirtingar, það gæti drýgt tekjurnar ;)
Það er ekki beint eftirsóknarvert að vera holdgervingur bitra grunnskólakennarans. Annars er margt kaldhæðnislegt í þessu myndskeiði, m.a. það að á töfluna er ég að skrifa "Sjálfboðaliðastarf" (þetta var í lífsleikni og nemendur að koma með hugmyndir af því hvert ágóði af sjálfboðaliðavinnu þeirra ætti að renna).
Kossar til ykkar.
Þ.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim