14 febrúar, 2007

Skíðaferð


Við förum í skíðaferð til Falun eftir rúma viku. Einn af dögunum verður helgaður Vasagöngunni og ég hef tekið mér að undanförnu parta úr heilum 2 dögum í æfingar fyrir hana. Ég mun reyna að klára dæmið en það er mælt með að hafa skíðað 300km fyrir þetta (en það er nú örugglega ekki svo nákvæmt haha). Annars finnst mér ekkert sérstaklega gaman á gönguskíðum og botna ekki alveg í því hvað ég er að rembast. Eiginlega finnst mér ekkert komast nálægt því að hjóla svo ég hef því ákveðið að hætta við allar aðrar keppnir en hjólakeppnir í sumar. Það verða hjólajól allt árið. Að lokum mæli ég með nagladekkjum á hjól, ég hefði aldrei trúað því hvað þau gera mikið. Það er hægt að fá mismunandi fjölda nagla í dekkin. Ég er með 240 stykki og ég hjóla um á svellbúntum eins og það sé sumar (ég er í alvörunni ekkert að pæla í undirlaginu). Þannig að hálka er engin hindrun fyrir hjólatúra á veturna. ÚFFF hvað þessi mynd gerir mann bílveikan.

3 Ummæli:

Þann mið. feb. 14, 06:56:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

góða ferð og takk fyrir innlitið
ég kíki líka reglulega á ykkur:D

 
Þann fös. feb. 16, 06:31:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

mér verður líka bumbult af því að sjá þennan flinka og glaða skíðamann

 
Þann fös. feb. 16, 07:03:00 e.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

ég er hjartanlega sammála, hann er einhvernveginn of glaður líka.

as

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim