vor og sumarplön
Það er kannski ágætt á þessu stigi að dúndra út upplýsingum um næstu mánuði, það sem vitað er á þessu stigi.
Sko Ella og Sonja koma 1.mars, Halla og co kannski í byrjun apríl. ALLIR eru velkomnir til ca 8.apríl...
Hér verður lítil gestrisni milli 8.apríl og 8.júní, nema fyrir þá sem vilja passa eða elda:)
Ég kynni lokaverkefnið mitt einhverntímann milli 4.-8. júní, ég er virkilega farin að hlakka til þess áfanga. Svo dagana eftir það er bara smotteríssmáverkefni og frágangur fyrir lokaverkefnið. Þannig að allir eru rosalega velkomnir eftir ca 8.júní og alveg áfram út sumarið og haustið o.s.frv.
Nú svo er lauslega búið að ákveða að koma til Íslands í júlí, og þá getur jafnvel verið að ég verði lengur en Dosti fyrst hann stefnir á að vinna að lokaverkefninu í sumar.
Þannig að nú geta allir farið að plana ferðir hingað óhindrað og öll spilin komin upp á borðið.
Ég komst bara í sumarskap við að skrifa þetta, vorið er líka alveg rétt bráðum að koma, er það ekki annars?
AnnaSoley
3 Ummæli:
Núna finnst manni eins og vorið komi bara ekkert. Allir lasnir hérna í skólanum og frekar grámyglulegir.
Já þú segir það, þetta hljómar nefnilega eins og Anna Sóley sé að tala. Mér skylst einmitt að hún haldi að veðrið muni festast einn góðan veðurdag og það er eins gott að veðrið verði gott þann daginn. Þetta eru a.m.k. svakalegar áhyggjur til að bera :)
Hlökkum til að sjá ykkur eftir viku ;o)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim