Lokakynning, Una, og sumir óvænt í flugvél á morgun!
Það er kominn tími á lokakynninguna mína, 5.júní kl 13:30!!! Í dómnefndinni eru 2 Svíar, kona og maður og einn Norsari. Allir mega senda mikla lukkustrauma á þessari stundu til mín:)
Una er búin að hjálpa mér alveg ótrúlega mikið með verkefnið. Það er ómetanlegt að fá fersk augu lánuð til að skoða allt og betrumbæta. Hún hefur líka komið með frábærar hugmyndir til að einfalda alla uppröðun og gera allt skýrara. Það eru engar ýkjur þegar ég segi að fá hana hingað á þessum tímapunkti er eins og að vinna í lottói.
Eftir stífa vinnutörn síðan hún kom á fimmtudag, fórum við Una niður í bæ í gær. Ég hitti kennarann, honum leist vel á allar breytingarnar. Við Una ákváðum að við ættum skilið góðan frídag í borginni. Fórum á japanskan veitingastað, gengum þvers og kruss, fengum okkur kaffi og bláberjaköku, og gengum meira. Um kvöldið spiluðum við svo til 2 um nótt. Frábær dagur.
Eitt enn, Dosti og Jana koma óvænt til Íslands á morgun!!! Ég er ekki að grínast. Þegar þau lenda fara þau beint til Stykkishólms og ætla að hjálpa foreldrum Dosta að setja nýju orlofsíbúðirnar í stand. Þau koma í bæinn á laugardag til að fara í útskriftarveislu Böðvars, og fljúga heim á sunnudag. Veit ekki hversu mikið svigrúm þau hafa til að hitta fólk, ekki nema það fólk sem ætti leið um Stykkishólm!!!
AS
1 Ummæli:
Tillykke að vera að klára og þú færð væna sendingu af lukkustraumum frá okkur :) hlakka til að heyra meira
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim