11 maí, 2007

Tætarar og meira um spæjara

Spæjarastelpan sem er með mér í bekk og ég sagði frá hér sagði eitt sinn að hún tætti allan póst heima hjá sér áður en hún henti honum út í tunnu. Þegar við kváðum spurði hún með hneykslan "Don't you???"

Hún er ekki með tætara hér í Svíþjóð en þess í stað safnar hún öllum póstinum saman yfir önnina og bíður eftir að foreldrar hennar komi í heimsókn (tvisvar á ári) svo þeir geti tekið póstinn til USA í tætingu. Þetta er sannleikur, ekki halda neitt annað!!!

Ég les daglega síðuna lifehacker sem er með allskonar skemmtilegar ábendingar varðandi tölvur og lífið. Um daginn bentu þeir á lista yfir hvað á að tæta og hversu reglulega og ég sendi þennan tengil á hana (Tætingar flokkaðar í Shred Now, Shred on a Monthly Basis, Shred on a Yearly Basis, Shred on a Seven-Year or 10-Year Basis, Never Shred). Maður skilur bara ekki hvað maður er eitthvað kærulaus ;)

Hún svaraði "wow that link is awesome thanks!" og bætti við að einu sinni gaf pabbi hennar grein um þetta sama efni og hún vildi geyma hana en... "but i thought it would defeat the whole message the article was trying to get across!" Svo hún tætti hana auðvitað! Núna hefur hún því eignast svipaða grein á netinu svo hún þarf ekki / getur ekki tætt hana (nema tæta allt internetið), en ég á backup af henni og best væri að fleiri skrifuðu hana út og kynntu sér málið. Við erum greinilega barbarar að tæta ekki meira.

OK segið mér að hún sé ekki í spæjari!

3 Ummæli:

Þann fös. maí 11, 12:16:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

ok hmm sko ég veit af íslenskri fjölskyldu sem eiga öll tætara. Þau tæta allan póstinn sinn og henda honum svo í margar mismunandi ruslatunnur og ekki fyrir utan hjá sér. Þau eru ekki spæjarar bara afskaplega "passasöm" ;o)

 
Þann lau. maí 12, 05:43:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

.. hmmm Mér dettur ekki í hug neitt sem ég myndi vilja tæta ?? Ég fæ ekki póst lengur því allt er orðið rafrænt.
Hef meiri áhyggjur af því að svöngu börnin í afríku (eða mamma/amma) sjái hvað ég þarf að henda mikið af óborðuðum mat ...ææææææææ úfffffff

 
Þann lau. maí 12, 06:58:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

Þá er bara að borða meira eða senda matarpóst til afríku. get ímyndað mér að þar yrði hann "tættur" í sig muhauhauhuahuahaaaa.
GLEÐILEGAN (eða hittó) konsingarjúródag.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim