12 desember, 2006

Secret Agent

Við Anna Sóley höfum vingast við nokkra af skólafélögunum mínum. Helst ber þar að nefna Grikkjann margumtalaða og “ungfrú Д (sem við skulum nefna svo) sem er frá Bandaríkjunum. Við teljum hana burðast um með stórt leyndarmál. Af ótta við geislavirkt Sushi segjum við ekki neitt en gefum ykkur þær upplýsingar sem við búum yfir og leyfum ykkur að pússla saman heildarmyndinni.

Hún er semsagt eini Bandaríkjamaðurinn í þessu námi (upplýsinga og samskiptaöryggi) þar sem margir Pakistanar, Kínverjar, Íranir eru að læra allt sem þarf til að gerast hakkarar og hvernig tölvukerfi eru varin eftir bestu getu. Hún er með breskt vegabréf auk þess bandaríska. Hún er tölvuverkfræðingur frá Texasháskóla þar sem hún var í Honors-námi en annars býr hún í Washington D.C. (hjá öllum opinberu stofnununum;). Hún er mjög vel að sér í landafræði og menningu (sem lítið dæmi vissi hún að höfuðborg Honduras er Tegucigalpa sem verður að teljast sjaldgæft hjá Bandaríkjamanni).

Hún hefur dvalið tímabundið a.m.k. á Englandi, Spáni og í Svíþjóð (þetta er í annað sinn í Svíþjóð). Hún þylur gríska starfrófið frá alfa til ómega og skrifar á arabísku. Hún hefur æft Krav Maga bardagaíþróttina sem kemur frá ísraelska hernum og m.a. CIA, FBI og AFOSI Anti-terrorism Speciality Team þjálfa sitt fólk í
Á netinu er síða þar sem ungfrú Ð er skráð með “speciality: space & defence”. Til skýringa sagðist hún hafa starfað hjá Northrop Grumman Sjá kynningu að neðan.

Northrop Grumman er einn af stærstu “varna”-undirverktökum Bandaríkjanna. Þeir eiga fyrirtæki sem þjálfar þjóðvarðliða í Saudí Arabíu og nýstofnaða íraska herinn. Fyrrverandi yfirmaður NSA (National Security Agency) er aðstoðarforstjóri fyrirtækisins. NSA er fyrir þá sem ekki þekkja talin vera stærsti upplýsingaaflari heims. Stofnunin var kölluð “No Such Agency” þangað til Bandaríkjamenn viðurkenndu tilvist hennar. Ungfrú Ð segist hafa starfað hjá Northrop í projecti DD(X). En eins furðulegt og það kann að hljóma er það eini linkurinn sem virkar ekki á síðunni þeirra (sjá undir Capabilities)

Hún starfar núna hjá öðru fyrirtæki (ráðgjafafyrirtæki) sem við vitum ekki hvað heitir en það hefur að hennar sögn útibú út um allan heim. Allt þetta en hún er samt bara 26 ára! Það hafa komið upp mörg furðuleg atriði sem ekki er beint auðvelt að þylja upp hérna. En nýjasta dæmið er að hún verður ekki viðstödd lokaprófið í næstu viku. Það er ekki hlaupið að því að fá að taka lokaprófin í öðru landi en það vill svo til að kennarinn í þessum kúrsi er einmitt líka prófessor í Washington háskóla og verður einmitt staddur þar fyrir helbera tilviljun þegar prófið fer fram. Svo hann situr yfir henni sjálfur á meðan við verðum að sætta okkur við að vera prófessorlaus.

Grikkinn margumtalaði hefur verið að gera grín af okkur hingaðtil fyrir að halda þetta um hana en um helgina opnaði hann sig og sagði okkur Önnu Sóley að hann væri orðinn sannfærður og vísaði í það sem hann taldi vera sannanir fyrir því en það verður ekki rakið hér.

Hún talar aldrei um stjórnmál og virðist ekki hafa neina afstöðu í neinum hitamálum en er mjög forvitin um allt sem hún þekkir ekki. Þetta eru þeir hlutir sem við höfum komist að með því að umgangast hana í 4 mánuði og smá “background research”. Næst munum við fjalla ítarlega um íslensku vini okkar, einn af öðrum ;)

14 Ummæli:

Þann þri. des. 12, 01:17:00 e.h. , Blogger Garmur sagði...

Í alvöru? Hehe, þetta er merkilegt. Það er allaveganna ekki borgað eitthvað spes flott herbergi undir hana, heldur býr hún í minnstu mögulegu stúdentaíbúð....gæti verið mótrök ;)

 
Þann þri. des. 12, 01:37:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

já hún býr nóttla hjá öllum hinum stúdentunum. "To know them you got to live them" það sagði james bond einhverntíman...not!

 
Þann þri. des. 12, 05:00:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

verð samt að taka fram að ég fór á Borat í gær og fannst hún verri en ég óttaðist.

 
Þann þri. des. 12, 05:49:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Alias hvað? Segi ég nú bara. Ég er viss um að hún á heilan skáp af hárkollum eins og Sidney nokkur Bristow. Svo er örugglega stórhættulegt að þekkja hana. Beware. Borat vondur?? Ertu ekki bara í sjokki yfir öllum tilfinningunum sem slagsmálaatriðið kveikti?

 
Þann þri. des. 12, 07:39:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

ja hver er Syndey Bristow segi ég nú bara? en skv netinu kann hún líka Krav Maga
abc.go.com/primetime/alias/profiles
/cia_bristows.html

En ég skal fúslega viðurkenna að það var í bardagaatriðinu sem allt breyttist og eitthvað inní mér dó. Ég vil ekki tala um það...aldrei!

Varðandi hvort stórhættulegt sé að þekkja hana þá gæti ég nú nefnt að þú hefur ekki sloppið við grunsemdir okkar. Hver annar en Bond ferðast bara um í þyrlu?

 
Þann þri. des. 12, 07:57:00 e.h. , Blogger Ragga sagði...

Muahahah svo á ég karate galla... mér láðist kannski að nefna það. Ég hlakka til að lesa fleiri samsæriskenningar ykkar skógarbúa.

 
Þann mið. des. 13, 12:23:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

Skógarbúar, er það sem þið eruð kölluð hahahaha...
Já, ameríkanar verða og eru alltaf stór hættulegir eheheh... Ekki vildi ég lendi í henni þessari, hún myndi gersigra mig á öllum sviðum, þá sérstakleg í bardagaíþróttum ;o(

 
Þann mið. des. 13, 02:21:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

já við erum kölluð skógarbúar af þeim sem vilja vera næstir í röðinni í úttekt okkar. Við gætum hæglega grafið upp ýmsilegt um þig t.d. úr partíum með Massive Attack o.fl. Kallarðu okkur ennþá skógarbúa?

 
Þann mið. des. 13, 08:50:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Eitt sem þú gleymdir að skrifa. Hún er fluglæs á íslensku og aðalverkefnið hennar er að leita uppi hryðjuverkamenn, þ.e.a.s. þeir sem að standa ekki með USA í einu og öllu.
Núna myndi ég koma krökkunum í pössun, slökkva öll ljós, læsa, ná í haglabyssuna og sitja einn í miðjunni á stærsta herberginu í íbúðinni þinni. Eða hlaupa í burtu!
En þetta er stórsniðugt. Mér datt nefnilega svipað í hug þegar við komum hérna til DK. Hvernig væri að skálda upp e-ja tóma vitleysu og láta fólk halda að maður sé einhver allt annar en maður er í raun. T.d. norsarinn sem að krakkaði DVD læsinguna, DVD Jon minnir mig, eða ultra secret special agent frá USA eins og ungfrú Ð?

 
Þann mið. des. 13, 09:49:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Já maður ætti auðvitað, þegar maður hefur svona nýtt en tímabundið líf að gera sig svolítið meira spennandi en í svellköldum raunveruleikanum. Við gerum það bara næst!

En varðandi að flýja með haglabyssu þá er ástæðan fyrir því að við erum ekki dauðhrædd um lífið okkar sú að...bíddu aðeins, það var einhver að banka.

 
Þann fim. des. 14, 09:30:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ Dosti og Anna Sóley. Veit ekki hvort þið munið eftir mér úr Hvalfirðinum og úr HR :-) Datt inn á síðuna ykkar. Gaman að fá fréttir af ykkur og skoða myndir af ykkur og börnunum. Sýnist sem ykkur líði vel í Svíaríki :-) Gangi ykkur sem best, Ragga

 
Þann fim. des. 14, 10:06:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ Ragga! gaman að þú skyldir villast hingað. Ég er búinn að tapa netfanginu þínu svo endilega sendu póst á mig á himbrimi(hjá)hotmail.com

 
Þann fös. des. 15, 04:22:00 e.h. , Blogger Ragga sagði...

Eða síðuna mína :-) Netfangið er ennþá gamla góða úr HR. Fyrsta nafn(hjá)ru.is :-)

 
Þann lau. des. 23, 02:15:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Já hehe. Þið getið verið nokkuð viss um að hún er nú búin að læra íslensku og lesa vefsíðuna ykkar og ef ég væri þið myndi ég dumpa farsímanum núna og láta bögg scanna húsið ykkar.

Kveðja, nojaður kani að nafni xxx.

Oh, no she will probably stace this comment, dang.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim