10 desember, 2006

Hver þekkir Jönu?

Jæja, í annað sinn þarf Jana að ákveða hvað hún vill vera á Lúsíudeginum. Í fyrra var valið einfalt því hún hafði ekki hugmynd um hvað Lúsíur voru og ekki kom beint til greina að vera piparkaka. Því valdi hún að vera jólasveinn. Síðan sá hún hvað Lúsíurnar voru fallegar í kjólunum og piparkökurnar voru krúttlegar. Hér er sýnishorn af búningunum fyrir þá sem þekkja ekki.

Hún er nú búin að gera upp hug sinn, gerði það reyndar á síðustu Lúsíuhátíð og hefur verið staðföst síðan. En það væri gaman ef þeir sem þekkja hana reyndu að spreyta sig. Þekkirðu Jönu? Valdi hún jólasvein, piparköku eða Lúsíu? Gaman væri líka að vita hvað hefðuð þið valið!

4 Ummæli:

Þann sun. des. 10, 09:24:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

bæði Ásta og Þórdís giska á að hún velji að vera Lúsía. En hvað sem hún velur verður hún að sjálfsögðu sætust!

 
Þann sun. des. 10, 11:01:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég giska á piparkökuna :/

 
Þann mán. des. 11, 07:53:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

Já, ég held að ég skjóti líla á Lúsíuna. Þó er piparkakan flott.
kv. Halla

 
Þann mán. des. 11, 08:25:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Úff! það er greinilegt að við erum búin að vera allt of lengi í burtu frá ykkur fyrst þið flaskið á þessu! Jana valdi að vera aftur jólasveinn og ef þið þekktuð hana vel kæmi það ykkur ekki á óvart. Hún er eins mikill jólasveinn og hægt er að vera. Hún sefur í jólasveinabúningi allt árið um kring. Hún tæki alltaf jólasveinabúninginn framyfir kjól ef henni stæði það til boða. Hún er samt mjög mikið fyrir kjóla og glamúr.

Það er ljóst að við þurfum að verja miklu meiri tíma saman!!! Þetta gengur ekki svona...

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim