03 nóvember, 2005

3 mánuðir!

Jæja, þá erum við búin að vera hér í 3 mánuði!!!
staðan:
við erum mjög ánægð hér í Stokkhólmi og líður svooo vel í húsinu okkar,
Jana er nánast hætt að tala íslensku við okkur,
Dagur er eins og hann hafi alltaf átt heima hér,
við þeysumst um á flottum silfur volvofáki,
erum ekki enn farin að kvarta undan veðri (en það mun gerast í vetur það er ljóst),
við erum samt búin að útvega okkur skauta og setja nagladekkin á...
erum bara einum tíma á undan Íslandi núna því núna er kominn vetrartími,
Dosti er búinn að fara á 3 tónleika,
höfum einu sinni fengið gesti frá Íslandi og tvær heimsóknir væntanlegar í desember,
einn/ein í fjölskyldunni er farinn/n að hlakka mikið til jólanna (hver ætli það sé?),
söknum vina og fjölskyldna...

2 Ummæli:

Þann fös. nóv. 04, 10:23:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

Alveg ábyggilega jólabarnið hún......og trommur.....ANNA SÓley

 
Þann þri. nóv. 08, 12:19:00 e.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

hahahahahaha þú þekkir þína :)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim