Ferðalag
Núna er vikuhaustfrí hjá grunnskólum og Dagur hefur brallað ýmislegt skemmtilegt á meðan. Fríið byrjaði með skólaballi, fyrsta sænska ballinu hans, og hann afrekaði það að vinna 2 danskeppnir ótrúlegt en satt :)
Honum fannst allavega rosalega gaman og var mjög þreyttur eftir allan dansinn. Einn frídaginn fór Dosti með hann í tæknisafn og í dag var hann í badmintonæfingabúðum.
Á morgun ætlum við í langþráð ferðalag í 4 daga og erum búin að panta gistingu á ýmsum áhugaverðum stöðum nálægt Smálöndunum. Við stefnum á að skoða frekar lítil þorp en geyma borgirnar t.d. Malmð og Gautaborg þangað til seinna. Annað ferðalag seinna er svo Skán og syðsti hluti Svíþjóðar. Enn annað ferðlag er svo norður Svíþjóð...nóg eftir...
Talandi um landfræðilega hluti, þeir sem ekki eru núþegar búnir að hlaða niður google earth forritinu (sem er frítt) ættu að drífa í því. Því miður er það ekki enn til fyrir makka en bara pc tölvur. Ég nota það óspart í skólanum, ótrúlega skemmtilegt. Þetta er semsagt forrit þar sem maður getur séð allar borgir, staði, landslag á jörðinni ofan frá eins og úr flugvél. Sumstaðar er upplausnin og myndirnar betri en annarsstaðar og hægt að súmma ansi vel niður. Svo eru þeir greinilega að vinna á fullu í þessu því myndir af sumum stöðum verða betri með nokkura daga millibili. Það er líka verið að vinna í því að gera sumar borgir í þrívídd, t.d. Tokyo og L.A. komið. Mæli með þessu allavega!
Svo ein mjög mikilvæg og áhugaverð staðreynd (fyrir suma allavega):
Bærinn sem er næstur okkur, Upplands Vasby, er sko heimabær Europe meðlimanna (eitísband) og þess má geta að einn bekkjarbróðir Dags býr í húsi sem einn meðlima bandsins bjó í! vá!!!
Og meira um tónlist því við sáum í sjónvarpinu hér um daginn "Gargandi snilld". Það var notalegt að sjá og heyra Orra og Dag Kára í stofunni okkar :)
5 Ummæli:
Það er aldeilis mikið að gera í skólanum LOL!!!
En sem sagt það er hægt að fræðast meira um Europe(John Levén og félaga) á http://en.wikipedia.org/wiki/John_Lev%C3%A9n
Dagur er með Final Countdown hringingu í símanum og allt :)
Já var þetta gargandi snilld, kom sevo seint inní að ég sá ekki hvaða fræðsluþáttur þetta var....;o) Já ég sé að þið eruð að gera ferða plön....hvað með HERNING í danaveldi???????
hafið það gott um helgina
Halla
Áfram EUROPE...algjör gargandi snilld
skondið að þið skuluð báðar hafa séð orra og Dag í danska/sænska sjónvarpinu. Hef ekki enn séð þessa mynd en hún er víst engin gargandi snilld:)
En ef ég má bæta við þá var þulan fyrir þáttinn sem kynnti hann og sagði að í honum væri m.a. Björk og Slowblow. HAHA það eina sem hún nefndi ;) En við Anna Sóley vorum ekki sammála um hvort hann væri góður eða ekki. Segi ekki meir.
ha? það fór alveg framhjá mér...hverjum fannst hvað...!? hahahaha
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim