21 febrúar, 2006


skoli
Originally uploaded by Anna Sóley.
Úr skólafyrirlestri um daginn.


frost13
Originally uploaded by Anna Sóley.
uppáhaldsviðkomustaður Jönu, alltaf...


frost7
Originally uploaded by Anna Sóley.
ein glöð!


frost1
Originally uploaded by Anna Sóley.
Frostgöngutúr með mömmu


frost4
Originally uploaded by Anna Sóley.
Trén verða svo flott þegar snjórinn frýs svona algjörlega á þeim. Af því það er aldrei vindur þá snöggfrjósa snjókornin á þeim.


frost3
Originally uploaded by Anna Sóley.
Frostgöngutúr með mömmu


vid_a_is
Originally uploaded by Anna Sóley.
Við fórum einn sunnudag á skíðum út á vatnið okkar sem er nú ísi lagt. Mikil víðátta og birta. Fórum með nágrönnum og nesti!


oscar
Originally uploaded by Anna Sóley.
Oscar, vinur Dags, á ferð...


tre_isferd
Originally uploaded by Anna Sóley.
Falleg birtan gegnum trén


malaren_is
Originally uploaded by Anna Sóley.
Það er hægt að fara langar leiðir á ísnum núna, allaleið frá miðbæ Stokkhólms til Uppsala (við erum þarna á milli).


bambi2
Originally uploaded by Anna Sóley.
Það er mikið af villtum dýrum hérna á Runsa: dádýr, refir, hérar, fasanar og fl. Það var ekki lítið uppistand hér á heimilinu þegar þessi Bambi kom í heimsókn :)
Annars þarf að keyra mjög varlega hér í nágrenninu því þeir stökkva iðulega yfir vegina eins og kindurnar heima.


bambi1
Originally uploaded by Anna Sóley.
Dádýrið að valsa um í garðinum okkar

20 febrúar, 2006

tónlist

Verð að mæla með þessu í hvelli:
www.pandora.com

Þarna setur maður inn nafn á lagi eða söngvara sem maður er hrifin af og þá spilar vefsíðan röð af lögum sem þeir halda að sé á sömu bylgjulengd, búa til einskonar persónulega útvarpsstöð. Þvílík snilld!

Anna Sóley

15 febrúar, 2006

skíði, félagslíf, skóli og súrt þorrablót

Jæja Svíþjóð stendur á öndinni því Anja Person skíðadrottning er að keppa í dag. Ég hló nú bara með sjálfri mér þegar ég las um íslenska skíðakappann sem keppti um daginn, því hann varð fyrir því óláni að missa stafinn sinn í miðri brekku og lenti þ.a.l. ekki ofarlega. Þetta hlýtur að vera einsdæmi! En það er nú ekki langt síðan íslensku gönguskíðamennirnir í Lillehammer klikkuðu á að taka rétta áburðinn með sér, með þeim afleiðingum að skíðin festust við snjóinn. Pínu klúður það...
...alltaf gaman að rifja upp íslensk íþróttaafrek.
Ljúkum veðrinu af, snjór yfir öllu, 5-10 stiga frost og logn. Ekta vetrarveður og takk fyrir lognið!
En mig er farið að lengja eftir vori, hef ekki þolinmæði í þetta.

Dagur er orðinn mjög virkur í félagslífinu, fer stundum eftir skólann með vinum sínum að borða pizzu eða í bíó. Það er fínt að hitta líka krakka utan Runsa. Annars eru þeir Oscar nágranni bestu félagar og hittast næstum daglega.
Á Íslandi var ég stundum að skammast yfir því hvað það væri mikill heimalærdómur og óska þess að hann væri minni. Hér aftur á móti er nánast engin heimavinna og sjaldan próf og þá bregður svo við að okkur líst ekkert á ástandið og erum hrædd um að hann sé ekki að læra nóg og dragast aftur úr jafnöldrum á Íslandi. Aldrei hægt að geðjast manni!

Dosti er alveg svakalega duglegur í lærdómnum (fyrir þá sem misstu af, þá er hann að gera rannsóknaverkefni með kennara í HR) og gengur bara vel sýnist mér. Hann þarf að fara heim um miðjan maí til að halda kynningu á verkefninu.
Hann fer mjög oft á tónleika hér af ýmsum stærðum og gerðum. Við ætlum loks saman á tónleika í lok mánaðarins, það verður gaman.
Að lokum má geta þess að hann var gabbaður í að halda fyrirlestur um Ísland á Rotaryfundi hér!!! hahahaha! Hann ákvað að eyða mestum hluta í að tala um virkjanamálið og mér heyrðist á honum að fólki hefði verið ansi brugðið. Já og best að gleyma ekki aðalatriðinu: hann er barasta kominn í framboð í Íslendingastjórn sem gjaldkeri held ég. Það eru miklar og dramatískar kosningar um helgina og mikið verið að plotta. Algjör brandari að fylgjast með þessu. Félag sem var í dauðateygjunum en nú er slegist um að berja það í gang. Spennandi. Er þetta ekki bara fyrsta skrefið hans í átt að Sameinuðu þjóðunum, muna ekki allir örugglega eftir því að hann ætlar að taka við Kofi.

Ég er á fullu í Second Life (sjá póstinn á undan) og er þar að þróa BEGINNERS TRAIL -navigating Second Life. Nánari útskýring á því næst!
Mér leist ekkert of vel á þennan heim fyrst en núna er það að breytast. Ég hef samt ekki þol í að vera of mikið í svona virtual heimi. En þetta er dáldið skondin reynsla. Þegar við í bekknum erum ekki að tölvast í Second Life, þá lesum við ferlega þunga texta eftir þýska heimspekinga (t.d. Adorno og Hockheimer) frá 1930 og gerum allskonar verkefni í sambandi við það.
Það varð smá uppistand um daginn þegar við vorum að kynna hópverkefni. Einn hópurinn sýndi Muhamed teikningarnar í kynningunni sinni sem dæmi um eitthvað sem tengdist textunum. Ein sem horfði á mótmælti og sagði að ekki ætti að halda áfram að sýna myndirnar, þó við værum bara lítill hópur í kennslustofu. Úr þessu spunnust miklar umræður...
Þessi hópur er ÞÚSUND sinnum betri en fólkið sem ég var með fyrir jól, þvíííílíkur munur. Eins og svart og hvítt!!!
Það er mikill léttir get ég sagt ykkur. Mér var ekki farið að lítast á blikuna með Svíana.
Svo förum við saman um páskana til Króatíu og Albaníu í viku, ég hlakka svo til.

Held að við höfum selt Stuðlabergið á réttum tíma, sá nefnilega að nú á að fara byrja að byggja nýtt hverfi við hliðina á gamla húsinu okkar, hjúkk.

Margir hér segja við mann : "Tungur knífur" og brosa svo breitt. Fyrir þá sem ekki vita er þetta úr Hrafninum hans Hrafns, held ég allavega, svo þessi mýta um að hann sé hetja hér er kannski eftir allt rétt! Þó held ég að þetta séu aðallega karlar og strákar sem hafa séð hana. Margir jafnaldrar okkar hafa séð 101 Reykjavík og eru sjúk í að prófa djammlífið þar. Annars virðast allir rosa spenntir fyrir landinu og margir minnast á það að margir skrítnir tónlistarmenn komi héðan. Það þarf að vísu ekki mikið til að Svía þyki eitthvað óvenjulegt.

Emmm... Þorrablótið, á maður að fara tala um það?
Í stuttu máli, Ómar blístraði og söng dónavísur, Guðmundur Árni sendiherra sagði FH brandara, veislustjórinn sagði mús-limabrandara, og Geir H Harde söng sig inn í hjörtu landsmanna (eða þannig) með Tondeleijóóóó...
ahhh, úff, hvað getur maður sagt.
ó já ekki gleyma, hljómsveitin Kusk frá Hornafirði og ég vann ekki flugmiða í happdrættinu mér til mikillar furðu.