Vätternrundan
Jæja, hér er smá um hjólakeppnina sem ég er að fara að taka þátt í.
Þetta er stærsta opna hjólamót sem haldið er í heiminum. Það eru um 18.000 þátttakendur frá flestum löndum Evrópu og stór-Evrópusvæðinu :) að mér skilst. 15.000 af þátttakendum eru karlar trúlega af því að þeir eru ekki jafn skynsamir og konur.
Ég veit ekkert hvort ég meika þetta. Ég vona það og ég vil því leyfa fólki að fylgjast með mér svo ef hugsunin um að gefast upp skýtur upp kollinum verði óttinn um niðurlæginguna sterkari og ég held áfram. Ég stefni fyrst og fremst að því að klára keppnina, takist það er annað markmiðið að klára hana á undir 15 klst. Ef það tekst kem ég til baka :) Annars verð ég við vatnið þar til keppnin verður haldin að ári til að venjast loftslaginu og finna réttu smurninguna fyrir hjólið.
En sumsé. Ég legg af stað kl 01:50 aðfaranótt laugardags (17. júní). Ég mun hjóla 300km í kringum Vättern stöðuvatnið í gegnum 3 stöðvar þar sem farið er í gegnum tímaskráningu. Þær eru með c.a. 100km millibili. Það verður hægt að fylgjast með mér þegar ég fer í gegnum þær á www.cyklavaettern.com Vefsíðan mun breytast á föstudaginn og þar verður hægt að setja inn startnúmer til að fylgjast með fólki.
Startnúmer mitt er 10597 og er nóg að setja það inn og ýta á sök. Ef allt fer skv. áætlun verð ég að koma í mark kl 15 að íslenskum tíma.
Það fara í þetta yfir 8000 kaloríur og því til lítils að taka með Diet Kók í nesti. Hitinn hér er búinn að vera yfir 30 gráður síðustu 2 daga en vonandi lækkar hann umtalsvert. Það er ógeð að hreyfa sig í svona mollu. Svo vona ég líka að það verði ekki vindasamt við vatnið því af einhverjum ástæðum er vindurinn alltaf í fangið mitt hvernig sem ég sný. Eftir að keppni lýkur er fylgst með því að maður hvíli sig í 6 klst áður en keyrt er heim.
En þar sem það verður þjóðhátíðardagurinn mun ég hjóla með Íslenska fánann í 4 metra fánastöng sem ég er búinn að festa á pedalana. Það þyngir aðeins og eykur loftmótstöðu en hvað gerir maður ekki fyrir land með ferska ríkisstjórn og nýja hugsjón!!!
Ég hugga mig við að helmingur þátttakenda er að fara í fyrsta skipti svo hinn helmingurinn hefur gert þetta áður. Sjö eru að fara í 41. skipti en þeir hafa tekið þátt frá upphafi. Það er nú bara þess virði að fara þangað niðureftir til að skoða þessa 7.
Ég hef rakað öll hár af líkama mínum og smurt mig með vaselíni. Þannig mun ég vinna 4-8 sek á hring skv. útreikningum. Einnig hef ég aðeins 1 lag inni á IPodinum til að þyngja mig ekki of mikið, ég valdi að hafa það algjört léttmeti "Is Jesus your pal" með Slowblow. Svo er ég með þurrvatn með mér til að burðast ekki með mikið vatn. Þurrvatn er duft sem maður blandar saman við vatn og þá verður úr því annað vatn ;) Þetta bull er streitubull...
En nóg um það!!! gangi mér vel :)
4 Ummæli:
VÁÁÁ... ég segji bara gangi þér vel. 300 km. það hljómar svolítið brjálæðislegt en eins og þú segir ef þú smyrð þig og hjólið rétt þá ættir þú að "meika´ða". Þetta með fánastöngina..hmmm...er hún ekki heldur stór hehehhe....... En það er rétt maður verður að styðja nýju "ferskur" ríkisstjórnina, er svo hrikalega ánægð með nýja utanríkisráðherrann.....
Góða ferð
Halla
Gangi þér vel Dosti
kveðja Hrafnhildur konan hans Bjössa
Takk fyrir stelpur!!! :)
Jeminn eini! Ég gerði mér engan veginn grein fyrir hversu rosalegur þessi túr er. Ætla að biðja veðurguðina um að skrúfa niður í hita og vindi aðfaranótt laugardags. Það getur ekki verið hollt að hamast svona, hvað þá í þessum hita. Þú átt stuðningslið hérna í Toronto sem fylgist með. Gangi þér vel!
Þórdís
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim