19 febrúar, 2007

Hrognamálakennsla 101

Það er ekki ósjaldan sem Dagur hneykslast á sænskunni minni, ég ber víst það litla sem ég kann alveg kolrangt fram. Ég tala lang-lélegustu sænskuna á heimilinu enda hef ég minnst þurft að nota hana af okkur síðan við fluttum hingað. Ég var því ákaflega stoltur þegar ég tilkynnti fjölskyldunni í dag að þrátt fyrir að verða fyrir aðkasti á mínu eigin heimili væri ég fyrsti sænskukennarinn í fjölskyldunni. Ég gerði nefnilega samning við grískan vin minn um að kenna honum sænsku fyrir gítarkennslu. Grikkinn hefur engar ranghugmyndir um getu mína í sænsku en hann lætur mig duga þangað til annað og betra býðst.

Dagur bara gapti þegar hann sá pabba sinn í fyrsta sinn sem fúskara. Hann setti upp áhyggjusvip og sagði með innilegum hryllingi "Hugsið ykkur hvernig sænsku hann lærir!" ;)

Já og að lokum, Kannist þið við Dag?
Hann er á fullu í golfæfingum tvisvar í viku og þeir eru 8 strákar með 4 kennara sér til stuðnings. Hann mun síðan fara til S-Svíþjóðar í golfferð í apríl því þar byrjar sumarið 3 vikum fyrr ;)

2 Ummæli:

Þann sun. feb. 25, 11:23:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég held að þú sért kominn með þónokkuð efni í bráðfyndna bók um föður og son. Hrein snilld.

Annars gleymdi ég alltaf að segja hvað greinin þín sem birtist í Sunnudagsmogganum fyrir nokkru var góð og kveikja að miklum umræðum í kringum okkur. Langflestir eru þér hjartanlega sammála þegar kemur að öryggismyndavélum.

Gott að heyra að Ísland sé ennþá inná sumarplaninu, ég var farin að örvænta og halda að aðskilnaðurinn yrði endalaus.
Með saknaðarkveðju,
Þ.

 
Þann mið. feb. 28, 07:54:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ, takk fyrir það, ég hefði viljað vera viðstaddur þessar umræður og sérstaklega komast í tæri við þá sem eru mér ósammála því hér í kringum mig eru bara "já ráðherra" manneskjur :) Enda eins gott kannski fyrir þær!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim