02 mars, 2007

Púl að gleðja aðra

Við fórum í frí norður í land og gistum á hóteli. Ég hafði lesið, Degi til mikillar gleði, að þar væri hægt að spila pool og um leið og við tékkuðum okkur inn spurði hann í móttökunni um poolborðið. Daman kannaðist ekkert við neitt slíkt og vonbrigðin urðu mikil. Ég bölvaði einnig hótelinu í hljóði fyrir að auglýsa eitthvað sem ekki var til staðar og hafði ekki sagt mitt síðasta í þessu máli. Ekki liðu nema 5 mínútur þar til Anna Sóley kom auga á að það var sundlaug í hótelinu og spurði við mig afskaplega vonsvikin "Af hverju sagðirðu mér ekki að það væri sundlaug á hótelinu? þá hefði ég komið með sundföt!". Ég varð frekar fúll yfir að þurfa að svara fyrir ruglið í hótelinu en benti henni á að það hefði ekkert staðið um sundlaug á vefsíðunni og gerði mig líklegan til að kalla hótelstjórann á teppið þegar ég áttaði mig. Það stóð pool, hvernig getur maður verið svona vitlaus! Og af hverju afhjúpar maður sig með því að blogga um það? En þetta er bara dæmi um þegar maður reynir of mikið að gleðja svo það snýst upp í andhverfu sína.

5 Ummæli:

Þann fös. mar. 02, 08:06:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

til lukku með daginn

 
Þann fös. mar. 02, 08:34:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hehehehe!! Æ þið eruð svo mikil snilld.
Biðjum innilega að heilsa klakabúunum sem eru hjá ykkur :)

 
Þann fös. mar. 02, 11:16:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

ég segi nú bara að það var eins gott að þetta var ekki öfugt. hugsa til þess með hryllingi ef þú hefðir þurft að spila pool á sundskýlunni :|

 
Þann fös. mar. 02, 12:21:00 e.h. , Blogger Una sagði...

híhíhí, svona sögur eru nú alveg til þess að lyfta upp á manni munnvikunum!

 
Þann fös. mar. 02, 12:59:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ snillingur

Til hamingju með afmælið.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim