13 apríl, 2007

Unglingatískan í Svíþjóð

Dagur er orðinn mikill tískukall eins og sumir vita. Ég man eftir nokkrum merkjum sem voru ómissandi þegar ég var á hans aldri. Converse skór, Adidas satíníþróttagalli og Millett dúnúlpa. Það var held ég það sem maður vældi út úr foreldrum sínum til að vera eins og hinir.

Í dag eru tímarnir aðrir. Um daginn þegar ég lét undan þrýstingi og gaf Degi Björn Borg nærbuxur vann ég mér inn mörg stig og tískusuðsfriðhelgi næsta hálfa árið held ég. OK Björn Borg nærbuxur eru skýr merki um að Dagur er farinn að verða of mikill Svíi en maður verður nú að lifa eins og innfæddir til að geta sagst hafa búið þar. En nærbuxurnar eru ekkert miðað við furðulegasta tískuvarninginn sem ég hef séð til þessa. Head & Shoulders er sjampóið fyrir unglinga! Hvort sem þeir eru með flösu eða ekki. Það er enginn maður með mönnum en að baða sig upp úr H&S. Hverjum hefði dottið það í hug.

5 Ummæli:

Þann fös. apr. 13, 12:10:00 e.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

stelpur, muniði þegar "Nóri" kom í bekkinn...hahahaha...hann var orðin vel svíamarineraður!

 
Þann fös. apr. 13, 04:46:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

"nýjasta"/fyndnasta trendið hér á ísl. Er svo að vera í náttbuxum á daginn í staðin fyrir "venjulegar" buxur :)

 
Þann fös. apr. 13, 08:46:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

já, mér þótti gaman að sjá hvað dagur hefur breyst mikið í fatavali síðan á fróni. Björn borg nærjur, ég held að ef ég ætti heima í svíþjóð þá myndi ég líka fá mér einar, jafnvel tvær svoleiðis hehehehe....

 
Þann fös. apr. 13, 10:17:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

dosti, ertu til í að skella í einar svona björn borg nærur handa mér. þú dregur það bara frá brennivínsskuldinni þinni!

 
Þann lau. apr. 14, 02:43:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Úff Björn, varst það ekki þú sem skuldaðir mér? "hverjir verða meistarar í vor" Það er vor...en ég kem með einar nærur fyrir þig í sumar. Þær eru rándýrar en hægt að fá á góðu verði notaðar.

Halla ég er búinn að fá hugmynd að jólagjöf fyrir þig, segi ekki neitt :)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim