15 maí, 2007

Hjólastuð

Jæja, þá er hjólavertíðin hafin á ný fyrir alvöru. Það er mánuður í dag í 300km keppnina og að þessu sinni verð ég ekki einn heldur verða með mér vaskir sveinar, Bergur og Steini. Ég verð að segja að eins og þetta er gaman þá hefði ég varla nennt að standa í þessu einn aftur svo ég er himinlifandi.

Við erum auðvitað búnir að þjálfa eins og vitleysingar og við Bergur notum mjög skemmtilega síðu (funbeat.se) þar sem við skráum hreyfingu og fáum hvatningu og aðhald á mjög einfaldan hátt. Mæli með þessari síðu hiklaust. Við erum búnir að stunda líkamsrækt í um 1500 mínútur á síðustu 30 dögum sem gerir um 50 mínútur á dag að meðaltali!

Súluritin sýna æfingar í mínútum og dekkri flöturinn sýnir trendið síðustu viku eða eitthvað svoleiðis. Kosturinn við þetta kerfi er að maður er 1 mín að skrá inn æfingar og ekkert maus. Ef maður vill getur maður líka skráð hvað maður borðar og svoleiðis en það er fyrir kjéllingar :)

OK við Bergur fórum í fyrstu hjólakeppni ársins fyrir 10 dögum og komum í mark hönd í hönd lang-fyrstir. Við höfðum valið að taka styttri hringinn sem var 20km en í honum tóku aðeins þátt gamlar konur og fólk á fornhjólum. Við vorum svo fljótir í mark (40 mín) að ekkert var tilbúið og keppnisstjórinn stakk upp á að við tækjum bara annan hring...hversu mikil lítilsvirðing er það hahaha! En á sunnudaginn gerðum við betur og tókum þátt í 90km keppni. Hér er mynd af okkur þar sem við erum að gera okkur líklega.

Nú við stóðum okkur vel og komumst allir í mark og urðum í fertugasta og eitthvað sæti af tæplega 70. Hinsvegar var markmiðið bara að komast í mark að þessu sinni. Bergur fékk sinn racer fyrir mánuði síðan og ég er eiginlega alveg hissa á hvað hann lætur hafa sig út í og að hann skuli klára það bara vel. Greinilega með hetjugen! Steini er svo mikill orkubolti og svona 90 kílóum léttari en við og lét eins og kálfur að vori, rammvilltur tók hann auka 5 kílómetra fyrir vikið. Okkar helsta verk í stóru keppninni verður að hafa hann í bandi á milli okkar svo hann fari ekki 400km.

Hér eru myndir úr keppninni (teknar af Anders Jansson) til að gefa mynd af því við hvað við erum að etja kappi við. Að vísu eru sumir þarna menn sem við sjáum bara í startinu og þeir eru komnir í næstu keppni annarsstaðar í Svíþjóð þegar við erum að skríða í mark. Stundum tekur svona hópur framúr okkur og þá heyrist eins og í Morranum í Múmínálfunum. Svona hálfgerðlega óhuggulegt blásturshljóð fjúuuuuk. Og svo hverfa þeir fyrir fullt og allt þangað til um næstu helgi...

Það er eitthvað furðulegt við að mæta í hópi hundruða í spantexgöllum, það er óhætt að segja að hjólabúningar séu eitthvað sem tískuheimurinn hefur alveg látið framhjá sér fara. Ég skora því á unga hönnuði að hella sér út í þennan óplægða akur. Það er eins og múnderingin sé vísvitandi gerð þannig að hún haldi öllu nema alla mestu áhugamönnunum frá því að taka þátt í keppnum. Hugsunin er: "Viltu vera með? viltu það VIRKILEGA??? Viltu það svo mikið að þú viljir klæðast þessu??? OK þá ertu ALVÖRU áhugamaður!"



Síðan eru græjurnar. Maður er tengdur við ótal gervitungl og sensora og getur fengið endalausar útskriftir yfir árangurinn. Hjartalínurit, hæðalínurit, hraða, orkueyðslu, tíma uppímóti/n
iðrímóti, hæðalínur, kort og allt mögulegt.

En ég er ógeðslega glaður að Bergur og Steini séu jafn spenntir yfir þessu og ég. Þetta er engu líkt!!! Ég er ekki búinn að segja þeim það ennþá en við stefnum að 400+ km keppni í ágúst. Usss...fjúuuuuk!

2 Ummæli:

Þann þri. maí 15, 12:37:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Alvöruáhugamaður eða pervert.. Ekkert þar á milli.
400+ km
spurning hvort maður sé svooo mikill pervert.

"we don't need another hero"

 
Þann mið. maí 16, 02:02:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

vá ekkert slor hjá þremur fræknu. Mér finnst þið bara "fínir" í spandex múnderingunum. Sá eldri konu í svona galla um daginn, get ekki sagt að hún hafi tekið sig eins vel út og þið ;o)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim