Hjólastuð
Jæja, þá er hjólavertíðin hafin á ný fyrir alvöru. Það er mánuður í dag í 300km keppnina og að þessu sinni verð ég ekki einn heldur verða með mér vaskir sveinar, Bergur og Steini. Ég verð að segja að eins og þetta er gaman þá hefði ég varla nennt að standa í þessu einn aftur svo ég er himinlifandi.
Við erum auðvitað búnir að þjálfa eins og vitleysingar og við Bergur notum mjög skemmtilega síðu (funbeat.se) þar sem

Súluritin sýna æfingar í mínútum og dekkri flöturinn sýnir trendið síðustu viku eða eitthvað svoleiðis. Kosturinn við þetta kerfi er að maður er 1 mín að skrá inn æfingar og ekkert maus. Ef maður vill getur maður líka skráð hvað maður borðar og svoleiðis en það er fyrir kjéllingar :)

OK við Bergur fórum í fyrstu hjólakeppni ársins fyrir 10 dögum og komum í mark hönd í hönd lang-fyrstir. Við höfðum valið að taka styttri hringinn sem var 20km en í honum tóku aðeins þátt gamlar konur og fólk á fornhjólum. Við vorum svo fljótir í mark (40 mín) að ekkert var tilbúið og keppnisstjórinn stakk upp á að við tækjum bara annan hring...hversu mikil lítilsvirðing er það hahaha! En á sunnudaginn gerðum við betur og tókum þátt í 90km keppni. Hér er mynd af okkur þar sem við erum að gera okkur líklega.
Nú við stóðum okkur vel og komumst allir í mark og urðum í fertugasta og eitthvað sæti af tæplega 70. Hinsvegar var markmiðið bara að komast í mark að þessu sinni. Bergur fékk sinn racer fyrir mánuði síðan og ég er eiginlega alveg hissa á hvað hann lætur hafa sig út í og að hann skuli klára það bara vel. Greinilega með hetjugen! Steini er svo mikill orkubolti og svona 90 kílóum léttari en við og lét eins og kálfur að vori, rammvilltur tók hann auka 5 kílómetra fyrir vikið. Okkar helsta verk í stóru keppninni verður að hafa hann í bandi á milli okkar svo hann fari ekki 400km.



iðrímóti, hæðalínur, kort og allt mögulegt.
En ég er ógeðslega glaður að Bergur og Steini séu jafn spenntir yfir þessu og ég. Þetta er engu líkt!!! Ég er ekki búinn að segja þeim það ennþá en við stefnum að 400+ km keppni í ágúst. Usss...fjúuuuuk!
2 Ummæli:
Alvöruáhugamaður eða pervert.. Ekkert þar á milli.
400+ km
spurning hvort maður sé svooo mikill pervert.
"we don't need another hero"
vá ekkert slor hjá þremur fræknu. Mér finnst þið bara "fínir" í spandex múnderingunum. Sá eldri konu í svona galla um daginn, get ekki sagt að hún hafi tekið sig eins vel út og þið ;o)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim