Stokkhólmsfarar
Anna Sóley, Dosti, Dagur og Jana flytja til Stokkhólms!
05 júlí, 2007
02 júlí, 2007
Viktoria Beckham
Já tímaröðin er komin í algjört rugl, hér kemur ein mikilvæg sem gleymdist áðan. Nefnilega Ásta býr yfir mjög merkilegum hæfileika, hún getur á augabragði breytt sér í vinkonu okkar Viktoríu. Ég hinsvegar er eins og bjáni og næ henni engann veginn, verð að æfa mig betur. Eins gott að Ásta skildi eftir OK blaðið enda eru margar myndir af henni þar frá ólíkum sjónarhornum.
Eftir að ég kláraði skólann fórum við litla fjölskyldan út að borða á asískan stað, og eins og við var að búast var mikið um skraut og dýr af öllu tagi. Það var mjög að skapi Jönu, en hún hafði einmitt skellt sér í jólakjólinn sinn í tilefni dagsins. Frábær matur, mikið af kókos...kókoskjúklingur, kókosís...sannkölluð kókosjól!
Ég hélt smá útskriftarveislu um daginn sem heppnaðist mjög vel fyrir utan leiðindaveður. Það átti að vera garðveisla með útileikjum en breyttist í rólegt inniboð. Ásta hjálpaði mér að gera matinn og margarítur flæddu til þeirra sem vildu enda erum við vinkonurnar komnar í ágætisæfingu. Gestir voru, fyrir utan okkur og Ástu: Ragga, Bergur, Hlynur, Rúna Lóa, Binni, Stína, Egill, Manos, Irene, Rasma, Morteza og Elín. Sænskir gestir komust ekki enda midsommar, sem er mun meiri hátíð í þeirra huga en jólin eða nokkuð annað. Takk allir fyrir komuna:)