Stokkhólmsfarar
Anna Sóley, Dosti, Dagur og Jana flytja til Stokkhólms!
21 nóvember, 2007
26 október, 2007
05 október, 2007
25 september, 2007
Stór Dagur og Jana!
95 kílóa farangur af golfdóti og innritunardaman sagði vinalega að við ættum að muna að 40 kíló væri hámarkið fyrir 2 farþega.
Dagur varð semsagt meistari um helgina!!!
Með leðrið góða!

Og Jana fór í fyrsta sinn í skólann í dag, og gekk eins og í sögu! Dagur fór að vísu líka í fyrsta sinn í Austurbæjarskóla og gekk vel. Við vorum a.m.k. steinhissa á hvað hann var ekki stressaður yfir þessu.
Jana á leið í skólann.
15 september, 2007
Skítverk?
Ég var að fá símtal frá manni með sterkum Puerto Ricoskum hreim:
"Your wife called me on Thursday about a job that she said needed to be taken care of..."
Ef ég kem ekki heim á tilsettum tíma hafið þið þetta blogfest. Hann hringdi í heimasímann kl 10:05 á laugardagsmorgni 15 sept. Símanúmer: Unidentified!
14 september, 2007
Maður rekst á margt skemmtilegt við pökkun. Ég fann eina af fyrstu dýramyndunum sem Jana teiknaði. Óborganlegur gíraffi finnst mér.
13 september, 2007
Síðasta vikan...
Nú eru síðustu myndirnar úr Íslandsferðinni komnar. Hvað er svo að frétta? Það er nóg að gera allavega, allir hamast við að setja í kassa og Dosti reynir að læra inn á milli. Honum gengur vel í lokaverkefninu og hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð við því sem komið er. Dagur er í heimaskóla sem þýðir að hann lærir frá morgni til ca hálf fjögur, en þá fer hann út á völl. Við erum með skólabækurnar úr Austurbæjarskóla og reynum að halda í við samnemendur hans heima, þetta gengur bara nokkuð vel. Ég segi bara: eins gott að hann fékk tækifæri til að vera með "einkakennara" þennan mánuðinn því hann þarf ansi mikla hjálp í fögunum sem reynir á orðaforða og að skrifa texta á íslensku (sem er allt nema stæ og eðlisfr). Þetta bjargast allt! Dagur er akkúrat núna í heimsókn í bekknum sínum gamla og er að kveðja alla.
Gámurinn ógurlegi kemur á mánudagsmorgun og við ásamt Carli og Manosi höfum 3 klst til að fylla hann. Hlökkum til (eða ekki). Svo gistum við í íbúð Sophie í höllinni, en hún er skiptinemi í Kanada núna. Nú svo fljúgum við Jana, föstudaginn 21.sept til Íslands og strákarnir mánudaginn eftir. Styttist heldur betur...
Jana er í miklu drama eins og venjulega á leikskólanum, allt í góðu samt:)
Hún er að kveðja alla, fer yfirleitt heim með mismunandi vinkonu hvern dag eftir leikskóla, það verður mikil sorg að skilja við alla. Svo skipti hún aftur um kærasta, nú er það Noel vinur hennar en þau voru par fyrst. Hún sagði að Úlle hefði grátið í kaffitímanum yfir þessu svo ég held hún hafi tekið það að sér að finna nýja fyrir hann. Sooooldið stjórnsöm ha!?
11 september, 2007
Mig hafði dreymt um Þingvelli í nokkra mánuði. Sigga lét draum minn rætast síðasta daginn á Íslandi. Það voru engin vonbrigði. Í þokkabót lentum við í mesta berjamó sem ég hef nokkurntímann séð...
(Jana að tína ber)
Magnað þetta sumar... við mamma sátum NOKKRUM sinnum úti á Austurvelli og borðuðum, og það var hlýtt! mmm...pant alltaf svona sumarveður á Ísland.
Kommi og báturinn hans sem hann bauð öllum á í mislangar ferðir um eyjarnar þarna í kring, frábær upplifun.
10 september, 2007
Dagur Golfari
Það brá aldeilis til tíðinda um helgina. Dagur sigraði á helgarmótinu og helstu andstæðingarnir náðu ekki góðum úrslitum. Það getur því enginn náð honum að stigum þegar 2 umferðir eru eftir. Það þýðir að hann sigraði bæði á vor og haustmótinu og þ.a.l. samanlagt. Leðrið kemur því til Íslands. Til hamingju DAGUR!!! glæsilegt!!!
Staðan
http://www.wasbygolfjunior.org/juniortour/OM07host.html
08 september, 2007
Hvað vegur allt sem þú átt?

Samskip voru þó skrefinu á undan (Eimskip gubbaði að vísu tilboði núna í vikunni - svona vinnubrögð eru fyrir neðan allar hellur - ef þið lesið þetta.) En þegar Samskip fór í gang gerðu þeir það líka með trompi! Svíi hringdi í okkur og ætlaði að gera okkur tilboð sem við gætum ekki hafnað. Við höfðum pantað 20 feta gám en hann vildi spyrja mig hvað ég giskaði á að innbúið væri þungt!?! - ég meina?!?, það er nógu erfitt að meta innbú fjárhagslega til að tryggja það. En á maður líka að meta þyngdina? Ég veit í alvöru ekki hvort væri betra svar að segja 1 tonn eða 5 eða 20? Ég hef enga tilfinningu fyrir þyngd nokkurs umfram smjörlíkis. Hvað ætli innbúið sé mörg smjörlíki? 50.000? Og hvað ef það eru 90.000? brjótum við þá þyngdareitthvað eða? er það refsing? sekkur skipið? Ég sef ekki lengur, hugsa bara um alla hlutina, allar skeiðarnar...þurfum við að eiga svona margar? Af hverju eigum við ekki léttara innbú? Hafa þetta í huga næst þegar við kaupum hluti...En nú skil ég "að vega og meta", það er það eina sem ég geri þessa dagana...
Ævisaga Dosta - Þriðja bindi, Drykkfelldi Heimdellingurinn

Þegar 2 vikur voru í að búslóðargámurinn yrði sendur í heimahagana var ég að lesa í gegnum reglugerðamannvirki íhaldsins. Hrollur hríslast stöðugt um mig yfir höftunum á innflutningsheimildum og boðunum og bönnunum. Brá mér þó einna mest þegar ég rak augun í eftirfarandi: "Áfengi og tóbak í búslóðum er ekki tollfrjálst; við komu til landsins geta þeir sem flytja búferlum notið tollfríðinda sem ferðamenn hvað varðar þess konar varning."
Gekk ég hægum skrefum í átt að vínskápnum og vonaði innst inni að við ættum bara 4 léttvínsflöskur en ástandið var miklu verra en ég gat ímyndað mér. Skápurinn var stútfullur af vínanda enda er varla smakkað á sterku áfengi á þessum bæ heldur safnast það upp eins og hráviði. Hvaðan það kemur veit enginn! En engu að síður var ljóst að það væri synd að farga því, sérstaklega þegar verðmætin voru umreiknuð yfir í krónuna sterku.
Úr varð að ég gerði drykkjuplan fyrir 14 daga. Útgangspunkturinn var sá að ég yrði aldrei svo slöraður að ég gæti ekki keyrt bifreiðina enda í nógu að snúast svona rétt fyrir flutning. Því voru sjússarnir dreifðir yfir sólarhringinn. Skemmst er frá því að segja að þessar 2 vikur breyttust í 24 ár og nú er ég enn lunkinn við að keyra Volvóinn þótt drukkinn sé. Ég er að vísu enn í Svíþjóð enda áfengið miklu ódýrara hér. Nú er ég alltaf c.a. 24% VOL viss um að kannski hefði ég átt að farga helvítinu.