Yfirlitsmynd af Runsa og söngleikurinn
Hæ hæ, öll sömul...Þetta er Dosti sem talar!. Já ég er á lífi! og já ég kom með til Svíþjóðar. Hef bara reynt að láta lítið fyrir mér fara.
Góðu fréttirnar eru þó að ég fékk vilyrði frá Vesturporti um að kántrísöngleikurinn sem ég hef verið að semja hérna verður settur upp í vor!!! Takk allir fyrir stuðninginn, ég vissi að ég væri kántríboy.
En aðeins um þessa ljósmynd. Ég býst við fjöldanum öllum af gestum í vetur og sé ekki fram á að geta sinnt þeim öllum nægilega vel. Því bið ég væntanlega gesti um að búa sig vel undir ferðalagið heima t.d. með því að stúdera þessa mynd. Ég klifraði upp í stærsta eplatréð til að taka hana.
1. Er höllin og allt henni tilheyrandi
2. Er íbúðarhús með 2 strákum á aldri við Dag
3. Hér býr vinnumaðurinn
4. Hér búa strákur og stelpa á Dags aldri og Felicia og Josefin sem eru vinkonur Jönu.
5. Í þessum húsi geymum við eldiviðinn, hjólin ofl.
6. Hér er hesthúsið
7. Þetta hús er brunnið (ég kom þar hvergi nærri)
8. Bátabryggjan
Rauði hringurinn sem er í kringum húsið okkar er ekki þarna í raunveruleikanum.
Það sem þið þurfið að koma með hingað eru góðir gönguskór því það er fullt fullt af skemmtilegum gönguleiðum hér í kring. Komið einnig með skauta ef þið komið um vetur. Og góða skapið!!!
kveðja Dosti