24 september, 2005

Yfirlitsmynd af Runsa og söngleikurinn


yfirlit
Originally uploaded by himbrimi.
Hæ hæ, öll sömul...Þetta er Dosti sem talar!. Já ég er á lífi! og já ég kom með til Svíþjóðar. Hef bara reynt að láta lítið fyrir mér fara.

Góðu fréttirnar eru þó að ég fékk vilyrði frá Vesturporti um að kántrísöngleikurinn sem ég hef verið að semja hérna verður settur upp í vor!!! Takk allir fyrir stuðninginn, ég vissi að ég væri kántríboy.

En aðeins um þessa ljósmynd. Ég býst við fjöldanum öllum af gestum í vetur og sé ekki fram á að geta sinnt þeim öllum nægilega vel. Því bið ég væntanlega gesti um að búa sig vel undir ferðalagið heima t.d. með því að stúdera þessa mynd. Ég klifraði upp í stærsta eplatréð til að taka hana.

1. Er höllin og allt henni tilheyrandi
2. Er íbúðarhús með 2 strákum á aldri við Dag
3. Hér býr vinnumaðurinn
4. Hér búa strákur og stelpa á Dags aldri og Felicia og Josefin sem eru vinkonur Jönu.
5. Í þessum húsi geymum við eldiviðinn, hjólin ofl.
6. Hér er hesthúsið
7. Þetta hús er brunnið (ég kom þar hvergi nærri)
8. Bátabryggjan

Rauði hringurinn sem er í kringum húsið okkar er ekki þarna í raunveruleikanum.

Það sem þið þurfið að koma með hingað eru góðir gönguskór því það er fullt fullt af skemmtilegum gönguleiðum hér í kring. Komið einnig með skauta ef þið komið um vetur. Og góða skapið!!!

kveðja Dosti

Laugardagur á Runsa

Hæ,
Dásamlegt veður eins og venjulega, 20 stig og sól. Mér fannst fyndið að sjá bloggið hans Dags um daginn þar sem hann segir að það sé alltaf rigning!!! Við Dosti höldum að það hafi samtals rignt tvisvar eða þrisvar þessa tvo mánuði sem við höfum verið hér, annars bara sól. En þið ráðið hverjum þið trúið!!!
Við skiluðum verkefninu í skólanum á föstudaginn og það var mikill léttir. Þetta var stór skipulagshugmynd með nýrri eyju, fullt af brúm og nýjum hverfum. Yfirferðin er eftir helgi, þá er að sjá hvernig kennurum líst á teikningarnar.
Hópastarfið gengur aðeins betur. Kannski af því við erum að átta okkur á því hver kann að gera hvað og svol.
Ég þurfti að læra Illustrater til að geta klárað kortin og gerði það, ágætt að vera komin með það líka.
Skellti "nýju eyjunni" upp í 3d og fótósjoppaði svo og það var gaman að sjá.
Dagur telur dagana þangað til 1.okt og þá verður sko fjör!!! 12 ára hvorki meira né minna, það er magnað.
Jana er farin að svara okkur á sænsku!!!!!!!!! Það er frekar mikið stökk og maður er bæði glaður en bregður líka. Þetta er skrítið. Við finnum líka að Dagur er einmitt núna eins og svampur og lærir ný orð hratt.
Í þessari viku gerðist það líka að Jana hætti að gráta þegar Dosti skildi hana eftir á Harva og núna kveður hún pabba sinn á morgnana með bros á vör. Það er alveg frábært.

Bless í bili AS


(Fyrir þá sem ekki vita þá er hægt að skrifa athugasemdir inn hér á blogginu. Neðst eftir hvert blogg stendur með grænum stöfum "comments". Maður ýtir á það og þá getur maður lesið athugasemdir annara eða skrifað sjálfur. Ef maður vill skrifa eitthvað þá gerir maður það og hakar svo við "Anonymous".)

Dagur á mótorhjóli


dagurmotor
Originally uploaded by Anna Sóley.
Dagur í essinu sínu...

við Jana


eg_jana_gardur
Originally uploaded by Anna Sóley.
erfitt að fara inn úr góða veðrinu í dag.

stelpurnar


josef_jana_tre
Originally uploaded by Anna Sóley.
Jana dýrkar Josefin og hún ásamt Feliciu littlu systur sinni léku með Jönu í garðinum.

Josefin upp í tré


josef_tre
Originally uploaded by Anna Sóley.
Það var svo hlýtt og gott í dag að við fengum okkur súkkulaðiköku og kaffi út í garði ásamt gestum íslenskum vini Dosta og sænskri konu hans sem komu til okkar.

strákarnir


strakar
Originally uploaded by Anna Sóley.
allir fengu að keyra...

strákar


strakar2
Originally uploaded by Anna Sóley.
Dagur og hinir strákarnir fengu að prófa mótorhjólið hans Oscars. Ekki á bílagötum samt, bara hér á Runsa svæðinu. Það fannst Degi sko EKKI leiðinlegt...nýtt æði í uppsiglingu!!?

20 september, 2005

á mörkum sumars og hausts...skólar og ávextir

Hæ allir,

Það er svo mikið að gera í skólanum um þessar mundir að ég næ ekki einu sinni að blogga! Það eru lokaskil á föstudaginn svo vonandi hægist eitthvað um eftir það. Úff svona hópavinna tekur á. Maður er vanari því að vinna einn og ráða öllu!!!

Ég er búin að fá út úr sænskuprófinu, ég fékk 4 (einkunnir eru frá 1-5), svo ég er sátt. Gott að það sé frá.
1/4 af bekknum náði ekki námskeiðinu af ýmsum ástæðum.
Eins og sumir vita núþegar þá er fundurinn í skólanum hans Dags búinn og niðurstaðan góð. Rektorinn vildi fá að hitta alla málsaðila eftir 3 vikna reynslu og meta stöðuna. Í versta falli hefði Dagur þurft að fara í annan skóla í nokkra mánuði (skóli fyrir innflytjendur) en þá hefði hann misst af námi í öllum fögum nema sænsku og þurft að kynnast nýjum bekk. Það hefði verið synd því hann er svo rosalega ánægður með kennarann sinn hann Ronnie og bekkjarfélagana. Þar að auki er hann kominn í sænskukennslu í skólanum hjá sérkennara. Hann er enn feiminn að tala en skilur orðið mikið.

Í gær fór ég á foreldrafund á Harva leikskólanum. Það gengur mjög vel með Jönu og konurnar þarna eru alveg yndislegar. Þær sögðu að Jana væri orðin miklu öruggari þarna, leikur meira við krakkana og talar meira. Hún spjallar við alla á bæði íslensku og sænsku! Þeim finnst Jana vera mjög dugleg og jákvæð.
Í síðustu viku var skemmtileg uppákoma á leikskólanum, þá buðu starfsmennirnir öllum foreldrunum í kvöldmat í leikskólann. Hjónin sem reka leikskólann og konurnar tvær sem vinna með þeim elduðu dýrindismáltíð og þetta var skemmtilegt kvöld. Hjónin (þau búa við hliðina á leikskólanum) eru nýkomin frá 3 ára dvöl í Mozambiq og eru kannski sjálf í aðlögun í sínu heimalandi.
Þau öll á Harva eru allavega virkilega góð og vingjarnleg svo við vorum heppin með það.

Hér er veðrið misjafnt þessa dagana, ýmist svalt eða góðir sumardagar. Mesti munurinn er kannski á morgnana og á kvöldin, þá er mér allavega kalt (en það þarf svo sem ekki mikið til eins og allir vita sem þekkja mig!).
Um daginn kom smá rok og þá féll eitt eplatréð í garðinum okkar niður en það tré var kannski ekki í fullu fjöri því þetta var varla rok á íslenskum mælikvarða. En það er eitt sem ég finn fyrir að hér er ekki þetta endalausa roooook eins og "sumsstaðar" og það er mikill munur. Kannski mun maður einhverntímann sakna íslenska roksins en það er erfitt að ímynda sér það núna :)

Núna eru perurnar tilbúnar, 3 tré í kringum húsið, og ég verð að segja að þetta eru laaaaangbestu perur sem ég hef nokkurntímann smakkað, harðar en safaríkar, akkúrat eins og ég vil hafa þær. Verst að öllum finnst það sama svo þær eru óðum að klárast. Frétti um daginn að eitt stóra tréð í garðinum okkar væri kirsuberjatré og það koma víst fullt af kirsuberjum á það, jeiii eitthvað til að hlakka til næsta sumar.

Jæja vonandi hafa allir það gott,
bestu kveðjur til allra.
AS

14 september, 2005

skólasvæðið


DCP_5748
Originally uploaded by Anna Sóley.
Enn ein af aðalskólasvæðinu.

bókasafn


DCP_5749
Originally uploaded by Anna Sóley.
Þetta er aðalbókasafn skólans, hinsvegar er arkitektúrbókasafn í skólanum mínum sem er mjög fínt.

innigarðurinn


DCP_5750
Originally uploaded by Anna Sóley.

innigarðurinn


DCP_5744
Originally uploaded by Anna Sóley.
Fallegur innigarður á svæðinu

skóli-aðalbygging


DCP_5754
Originally uploaded by Anna Sóley.
Aðkoman að aðalskólasvæðinu (mín skólabygging er í 5 min fjarlægð frá þessu svæði. En þarna var ég t.d. allan ágúst á sænskunámskeiðinu.

yddari


yddari
Originally uploaded by Anna Sóley.
já það var skemmtilegt með þennan ofurvenjulega yddara sem vakti svo mikla athygli...á sænskunámskeiðinu voru allir gapandi yfir þessu fyrirbæri, vissu ekki hvað í ósköpunum þetta væri nú!
Sá eini sem kannaðist við gripinn var frá Venesúela!!! Skondið

05 september, 2005

1.skólaverkefnið

Skólinn er byrjaður af fullum krafti!
Ég er í borgarfræði og borgarskipulagsfræðum alveg til jóla.
Fyrsta verkefnið er þrískipt:
finna stað í borginni fyrir nýja eyju,
finna stað í borginni fyrir nýja brú,
finna “afgangsstað” í borgarrýminu og skapa eitthvað nýtt þar.

Þetta er mjög spennandi en frekar erfitt fyrir mig því ég þekki ekki borgina ennþá en kosturinn er að ég VERÐ að kynnast Stokkhólmi hraðar en ella.
Þetta er hópverkefni, við erum 5 saman í hóp. Mér líst svona þokkalega á hópinn minn (sé allavega ekki í hendi mér að ég muni kynnast þeim mjög vel).
Ég saknaði eiginlega gamla bekkjarins úr LHÍ!

Sá sem stjórnar deildinni er Finni og er mjög strangur og ákveðinn.
Við erum með tvo fyrirlestra á dag, frá kl 9-12:15, svo er vinnustudio eftirhádegi.
Ágætisfyrirkomulag og þessir fyrirlestrar eru oft mjög fróðlegir en meira um þá síðar.

Ég reyni að nota allar pásur og hádegishlé til að hlaupa í allar áttir í kringum skólann og finna ný hverfi. Mér líst svooo vel á flessa borg, verð bara að endurtaka það.
Eina leiðindavesenið eru samgöngur til og frá…það tekur svo langan tíma.
Á morgnanna er samt hraðlest og strætóinn minn, lestin mín og metróinn passa vel saman í tíma, samt er ég rúml klst á leiðinni.
Til baka er það enn verra því þá er ekki hraðlest og strætóinn minn, lestin mín og metróinn passa mjög illa saman í tímatöflu og tekur ferðin nær 2 klst! það er satt að segja ekki skemmtilegt.
En til að enda á góðum nótum, þá er alveg æðislegt veður hér, eiginlega fullkomið. Um 20 stig og sólin skín alla daga…

(um kvöldið…)
Í kvöld fór Dosti með Dag á sína fyrstu badmintonæfingu og það gekk bara vel en hann mun fara í annan hóp sem er lengra kominn. Þeir eru 45 min að hjóla hvora leið svo þetta eru meiriháttar þolraunir fyrir Dag spag…hann fékk sko líka súkkulaði í verðlaun þegar hann kom heim kl 21:30!

gamli bekkurinn minn...


bekkurinn
Originally uploaded by Anna Sóley.
enginn veit hvað átt hefur...hehe, smá nostalgía

komnar heim


DCP_5886
Originally uploaded by Anna Sóley.
þarna er ég komin heim eftir fyrsta skóladaginn minn (fyrir viku síðan) og Jana komin heim frá leikskólanum, mæðgurnar sameinaðar :)

skólahverfið


DCP_5889
Originally uploaded by Anna Sóley.
þarna rölti ég um daginn.

pása


DCP_5890
Originally uploaded by Anna Sóley.
í hádegishléi og öðrum pásum er nóg af skemmtilegum stöðum til að stoppa á.

Skólinn minn (húsið hægra megin)


skoliminn_samsett
Originally uploaded by Anna Sóley.