AFMÆLI
Dagur okkar er 13 ára í dag 1.október!!!
Þetta er í fyrsta sinn sem ekki er afmælisveisla heldur ætlum við að eiga góðan fjölskyldudag. Á hans óskalista er súkkulaðibaka a la mamma, billiard, bíó og góður matur :) Það verður gaman.
Anna Sóley, Dosti, Dagur og Jana flytja til Stokkhólms!
5 Ummæli:
elsku Dagur til hamingju með afmælið. Vona að dagurinn hafi verið ánægjulegur. Ég á bágt með að trúa því að það séu strax liðinn 13 ár síðan þú fæddist. Mér finnst eins og það hafi verið í fyrra ;o)
bestu kveðjur frá Höllu og stákunum.
e.s. verð að fá uppskriftina af súkkulaðiböku a la mamma???
Elsku Dagur
Til hamingju með afmælið.
kossar og knús frá fjölskyldunni í 101 Reykjavík.
já mér finnst þetta líka ótrúlegt, 13 ár!
Hey með billjardið...feðgarnir gengu sigurvissir inn og höfðu ekki vott af áhyggjum af neinni keppni frá kvenkeppandanum. Það sem þeir vissu ekki þá var að sá keppandi ólst upp í Einholtinu með billann í sömu götu...múhahahaha...
held að tannlæknastofa hafi nú tekið yfir billjardstofuna frægu.
Bara til að allir sjái sömu mynd og ég...maður vill ekki vinna 13 ára gamlan strákinn sinn á sjálfan afmælisdegaginn (allir sammála?) svo maður slakar á sigurviljanum (ennþá allir sammála?). En það er til annarskonar fólk með önnur viðmið í lífinu en við hin. Það reynir að nýta sér öll svona tækifæri til að blómstra og landa titlum en ég nefni engin nöfn að sinni. Anna Sóley er örugglega góð í barnatannlækningum líka.
þið eruð fyndin og skemmtileg. Mikið sakna ég ykkar annars
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim