Eftir meira en eitt ár í Svíþjóð höfum við komist að því að veðrið hér er frábært og svosem nóg búið að tönnlast á því. En það sem hefur líka komið á daginn er að veðrið í Stokkhólmi er alveg sér á báti á jákvæðan hátt. Dæmi: undanfarna 3 daga hefur lítið annað verið í fréttunum en yfirvofandi stormur og óveður sem átti að tröllríða landinu öllu. Í dag beið maður svo spenntur eftir látunum en ekkert annað gerðist en 12 stiga hiti, smá sól og pínu vindur. Svo í kvöldfréttunum komu þvílíkar óveðursfréttir að það jafnaðist á við febrúarofsaveður á Akureyri og allt á kafi í snjó, 30.000 þús heimili í Svíþjóð án rafmagns og vindur 30 m/s í suðurhlutanum. Já, bæðevei, Stokkhólmur slapp við veðrið :)
Fyrir utan að bíða eftir óveðrum sem aldrei koma má segja að við höfum einnig "beðið" eftir hlaupabólu í 2 mánuði. Allir á leikskólanum hafa hver á fætur öðrum lagst niður í bólurnar nema okkar eini sanni SURVIVOR MISS JANA, hún er ein eftir...
Sumir spurja okkur stundum hvenær við ætlum að flytja heim og svol. Hér er ein vísbending : í haust keypti ég mér leikfimikort með ársbindingu. Svo allt okkar framtíðarplan stendur og fellur með þessu hahahaha
Ég hélt mína fyrstu kynningu í síðustu viku á lokaverkefninu. Kennarinn/ "leiðbeinandinn" minn sem mér var úthlutað heitir Páll og hann er í náinni samvinnu við Elísabet og þau bæði hafa ca 6 nemendur hvort um sig. Þetta er gott fyrirkomulag og þau virðast gott tím. Þannig að þau voru bæði viðstödd og ca 12 nemendur. Maður var skítstressaður og reyndi að sýna myndir og kort og útskýra forsendur hugmyndarinnar sem eru menningarlegs-, sögulegs- og tæknilegs eðlis. Það gekk nú bara voðalega vel og meira að segja greip um sig hálfgerður múgæsingur meðal allra um að fara í "skolresa till Island"!!! Svo þetta hefur varla farið svo illa í þau. En það er allavega léttir af ýmsum ástæðum: að hugmyndin var samþykkt að öllu leyti og allar ákvarðanir hingað til einnig, að þau tvö kennararnir virkuðu svo vel á mig og komu mér þannig á óvart þar sem ég hafði ekki valið þau sjálf, og svo að fólkið í hópnum virkaði líka mjög vel á mig. Ég er mjög spennt að halda áfram eftir þetta og veturinn lofar góðu.
Við eigum von á góðum gestum á næstunni, Ásta kemur á miðvikudaginn og verður í 5 daga, svo koma Jónína og Böðvar um miðjan nóvember. Það er sko ekki lítil tilhlökkun á heimilinu og búið að plana svaka dagskrá fyrir fyrsta gestinn allavega.
Hey já muniði eftir að segja Dosta að blogga um nýjasta verkefnið hans sem gæti leitt hann á glænýjan starfsvettvang, ein vísbending...Helsinki 2007...(múhahaha)
AS
1 Ummæli:
Það er rosalegt að vera komin með ársbindingu. En ég er óbundinn svo ég er opinn fyrir öllu :) Ætla samt að fá viðurkenningu frá kónginum og það klárast í febrúar 2008...hmmm?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim