Tannlæknasaga

Tannlæknar eru einn furðulegasti hópur sem ég hef kynnst, ég hef sagt sumum frá því þegar ég fór til tannlæknisins sem var búinn að missa röntgenleyfið og lýsti með vasaljósi í gegnum tennurnar mínar. Ég var því alveg tilbúinn að fara í mjög jákvæða tannlæknareynslu þegar mér bauðst að fara til tannlæknis Karls Gústafs Svíakonungs. Auðvitað er sú stofa á herragarði í miðjum Stokkhólmi (sjá www.wagnshuset.se/)
Kóngurinn okkar (leigusalinn okkar) var búinn að segja mér að ég þyrfti að vera tilbúinn með nokkra brandara því tannlæknirinn elskar að gantast. Helst þyrfti ég að vera með einhvern grófan á takteinunum. Þá strax vissi ég að ég var kannski ekki að fara á réttan stað, en ég virti af vettugi öll hættumerki, og þau urðu fleiri sem ekki tekur að rekja hér. En þegar ég hitti tannlækninn bjóst hann svo mikið við einhverju gullkorni frá mér að hann tók bakföll þegar ég heilsaði kurteisislega. Alveg sama hvað ég reyndi að tala við hann á sænsku talaði hann við mig á Texas-Ammrísku og alltaf skein í lygilega samstillta tannstellið hans sem fór mjög vel við teygðu húðina í kringum augun. Það merkilega við þessa tannlæknastofu er að það er svo fínt þarna (fáar græjur en voða elegant) að svona skyrp-vaskur passar ekki alveg inn. Það er því ekki hægt að skyrpa fyrr en eftir heimsóknina. Það er ótrúlega óþæginlegt eins og fólk getur ímyndað sér.
Erindi mitt við tannlækninn var fyrst og fremst að láta hreinsa tennurnar og bara tékka hvort ekki væri allt í lagi. Ég hef ekki fundið stakan verk í tönnunum í mörg ár. Hann sendi mig beint í röntgen og spjallaði við mig í 1000 desibela tóntegund á meðan á framkölluninni stóð. Ég var pínulítið hissa á að hann skyldi ekki nota tímann til að hreinsa tennurnar. Síðan skoðuðum við saman myndina og sáum ekkert markvert. En hann vildi samt fá mig aftur til að pota í þær. Ég tók nú ekki vel í það en minnti hann á að það ætti eftir að hreinsa tennurnar. Hann horfði á mig eins og ég hefði sagt eitthvað hræðilegt um ömmu hans. Hann hélt nú ekki! Aðstoðarmaður hans myndi vinna skítverkin. En aðstoðarmaðurinn átti ekki tíma þennan dag. Af algjörri tilviljun átti aðstoðarmaðurinn og tannlæknirinn samhliða tíma viku síðar. Svo ég neyddist hálfpartinn til að panta líka hjá tannlækninum í tannapot. Þegar ég kom í þessa heimsókn var auðvitað hreinsarinn veikur svo ég fór bara í tannapot. Þegar hann var að kroppa í jaxlinn á mér festist eitthvað kropptólið sem hann sagði að væri ekki gott merki. Ég þyrfti að koma aftur til að láta laga það. Þegar maður getur ekki skyrpt getur maður ekkert sagt svo ég lét mig hafa það að tannsi bókaði annan tíma.
En þá er komið að deginum í dag. Ég fór í morgun í viðgerð á tönninni sem var örugglega stálhraust fyrir. Hann sagði mér að það væri möguleiki á að tönnin mín væri dauð svo hann vildi prófa tilfinninganæmni hennar áður en hann deyfði. Ég sagði að það væri nú allt í lagi, (ég þoli nú alveg smá kropp í viðbót) en hann hafði aðrar hugmyndir og byrjaði að bora!!! Ég öskraði upp en tannsi og klínikdaman skelltu upp úr bæði í kór og sögði eins og samhæft skautapar “NO! It’s not dead!”.
Svo fyllti hann tönnina með einhverju plasti sem hann sagði að myndi endast til vors. Þá yrði ég að ákveða hvort ég vildi fá gull eða postulín. Það kostar 95.000, ofaná þetta ævintýri. Ég kvaddi hann og sagði að ég myndi hringja í vor. Ég á enn eftir að láta hreinsa í mér tennurnar. Núna er ég með tannpínu og hausverk!
Af hverju lærir maður ekki?
Dosti
8 Ummæli:
Vá þetta er hræðilegur tannlæknir. Ég hef einu sinni farið til þessara stéttar tannlækninga (peningatannlæknana) Það var einnig afskaplega smekkleg og flott tænnlæknastofa með nokkrum aðstoðartannlæknum sem sáu um skítaverkin á meðan tannlæknirinn rétt leyt á tennurnar og það kostaði formulú. Svo þurfti ég að koma aftur og aftur í stað þess að mæta bara einu sinni. Þú ættir kannski að hafa hrákdall með þér í næstu heimsókn hehehehe....
ha ha ha. Myndin af þeim er líka algjör snilld.
Ég ætla aldrei aldrei að fara þíns tannlæknis.
Mæli hinsvegar með mínum..
"hann er skandall þessi skaðræðisperri.
Skrýpið andar að sér gasi. Ojjbarra!!"
segðu Aaahhh
Og svo spýta.
Já, þetta er auðvitað drepfyndin upplifun svona eftirá, og þegar maður er búinn að gleyma peningunum sem maður borgaði fyrir hana :) en tannlæknar hljóta að vera soldið spes ef maður hugsar um það. En nú veit ég hvað fríin mín á Íslandi fara í...tannlæknaferðir! Gaman gaman!
Mér finnst samt eiginlega að tannlæknar og læknar ættu að vera þær stéttir sem séu hæst launaðar af öllum því ég met svo mikið að einhverjir taki þetta að sér. Ég gæti það ekki, engan veginn! Langt því frá!!!
En það er alltaf að koma betur og betur í ljós að Svíar eru ekki eins góðir í hlutum og þeir gefa sig út fyrir. Það fer samt eftir úrslitunum í fótboltanum í kvöld hvort ég láti allt vaða í bloggi um það :) Ég er með lista!
Elskulegur... þetta eru miklar hrakfarir og ég finn til með þér. En á lýsingunni má merkja að þú hefðir gott af smá ákveðniþjálfun fyrir næstu ferð til þessara glæpamanna. Þú þarf að setja kvikindinu mörk og sýna honum að hann er þinn auðmjúki þjónn en ekki öfugt. Ráðgjafarstofan er opin... Bestu kveðjur
Já, það er hárrétt að ég er að afhjúpa sjálfan mig með því að tala um þessa vitleysu. En eins og Bergur getur vitnað um eftir bíóferðina þá get ég bitið frá mér og sagt hingað og ekki lengra :) En sko...tannlæknirinn er tannlæknir Karla Gústafs! Má maður segja nei við hann? ég meina sem gestur í ríki hans? Verður maður ekki bara settur í næsta gám? Augu Svíakonungs vaka yfir okkur eins og þú veist vel sjálf...
Hei ég er ekki búin að gleyma hinni ódauðlegu bíósögu og skora nú á þig að setja hana í passlega löngu máli hér á hólmsbloggið. Sagan er sannarlega innblástur til allra sem einhvern tíma hafa óvart látið vaða yfir sig. Go Dosti!
hummm.
Ég kannast nú ekki alveg við það að Dosti láti vaða yfir sig ??
Allavegana ekki íslenski Dosti, kanski þessi sænski :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim