17 október, 2006

20 ára!

það kom eins og köld vatnsgusa framaní mig að við eigum 20 ára útskriftarafmæli úr Réttó. Af því tilefni set ég hingað tvær myndir sem sýna annarsvegar að karlmenn geta gengið um með semelíusteina-medalíu eins og ekkert sé og mér finnst þeir ættu að gera það í ríkari mæli. Hin myndin sýnir nafnnúmerið mitt ef einhver vill falsa passann sinn! 9.EÓ lifi!



14 Ummæli:

Þann þri. okt. 17, 02:21:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Heiii. Ég á sambærilega mynd af Önnu Sóley frá 6 bekk. Þar sem hún er með mjög svipaða medalíu (reyndar ekki úr alvöru semelíusteinum) og með sama hermannasvipinn.

Voru þið strax þá byrjuð að hittast á laun og skiptast á medalíum eða einhverju öðru....??

 
Þann þri. okt. 17, 03:18:00 e.h. , Blogger Dosti sagði...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
Þann þri. okt. 17, 03:35:00 e.h. , Blogger Dosti sagði...

Láttu hana flakka :) ég verð að sjá það HAHAHAHA

 
Þann þri. okt. 17, 04:02:00 e.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

nei nei nei nei nei mig grunar hvaða mynd þetta er...

hafiði annars tekið eftir því að "sumir" eru EKKI vaxnir upp úr medalíum!!!

as

 
Þann þri. okt. 17, 04:41:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

ái! þessi meiddi...

 
Þann þri. okt. 17, 05:12:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er augljóst að þessi maður lætur ekki vaða yfir sig. Veit ekki hvaða laps þetta var hjá tannsa þarna um daginn en örugglega algjörlega einangrað tilfelli. Djöfull voru þessar medalíur annars töff... og hárið maður, ætli Howard Jones viti af þessu?

 
Þann þri. okt. 17, 06:28:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Já maður hélt Stu-stu-stúdióLæn gangandi á þessum árum. En ég er eiginlega hálf hissa á að ég hafi ekki verið kýldur á þessu tímabili...þetta var tímabil AS! Mamma var að senda mér tölvupóst og segja að ég sé eins og Jakob Fríman Magnússon og bætti við: "ég vona að þú móðgist ekki við mig". HAHAHA

 
Þann þri. okt. 17, 09:08:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ flottar myndir af þér og fyrir utan hvað Ebbi minn er eitthvað að líkjast þér meira og meira. Væri gaman að heyra í ykkur fljótlega, hringir þú ekki frítt enn þá ? Allt gott að frétta hérna. Biðjum að heilsa í bili. Kveðja Ella og co.

 
Þann þri. okt. 17, 09:09:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ flottar myndir af þér og fyrir utan hvað Ebbi minn er eitthvað að líkjast þér meira og meira. Væri gaman að heyra í ykkur fljótlega, hringir þú ekki frítt enn þá ? Allt gott að frétta hérna. Biðjum að heilsa í bili. Kveðja Ella og co.

 
Þann mið. okt. 18, 09:09:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

Vá hvað þú ert SÆTUR, 20 ár síðan þú varst í gaggó. Mér finnst þú ekkert hafa breyst. hehehehe...
Jakob Frímann eða Howard Jones eru ekki með tærnar þar sem þú hefur hælana í hárgreiðslu.
til hamingju með áfangann

 
Þann mið. okt. 18, 09:46:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Flott flott, gaman að lesa hvað þið eruð að bralla. Sammála mömmu, mér fannst ég einhvern vegin vera að sjá mynd af Ebba meira,en fannst hún samt óvart skrifa þetta eitthvað vitlaust hehe, en meinti það örugglega ekki þannig.
En langt síðan maður hefur séð ykkur, væri gaman að sjá ykkur fljótlega. Jana orðin ekkert smá stór, og Dagur 13 ára, aldeilis. Knúskveðjur til ykkar frá okkur í Birmingham :)

 
Þann mið. okt. 18, 12:46:00 e.h. , Blogger Dosti sagði...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
Þann mið. okt. 18, 12:53:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ Ella og Jónína, gaman að sjá ykkur hér, það er ekki leiðinlegt að líkjast Ebba, og ég er ekki að sjá neinn svip með Ebba og Jakobi Magnússyni, sem betur fer.

Og Halla, takk, þú ert marktækust fyrst þú segir svona fallega ;Þ

 
Þann þri. nóv. 21, 11:04:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

schnilldar hár. "With a rebel yell, she cries more, more, more..."

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim