05 nóvember, 2006

Heimsóknarmet



Ásta er hjá okkur þessa dagana eða alveg þangað til veðrið lagast á Íslandi og flugvélar byrja að streyma til og frá landinu. Það er þó mjög gaman að segja frá því að þegar hún kom til landsins á miðvikudaginn var hún að koma í þriðja skipti til svíþjóðar á árinu. Svíar (og við) kunna vel að meta svona einbeitta gesti og fulltrúi konungsfjölskyldunnar tók því á móti henni og færði blómvönd við komuna til Arlanda.

Við vonum að þetta verði til þess að hverja aðra til að feta í fótspor Ástu og koma í heimsókn til okkar.

6 Ummæli:

Þann sun. nóv. 05, 10:01:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahaha... góður þessi kæri bróðir. Við skiljum þetta alveg og tökum þetta til okkar en það kemur að því að við látum sjá okkur en það geta ekki allir komið í einu ;) Kveðja Ella besta systir.

 
Þann sun. nóv. 05, 08:28:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

heja
Asta her, enntha fost a Arlanda :(
Maeli ekki med thessum flugvelli eda vedrinu i Svithjod... Get hinsvegar maelt med Runsa og folkinu i gulu villunni. Konunglegar mottokur thar. 12 points !

 
Þann sun. nóv. 05, 10:44:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Alltaf jafn gaman að lesa bloggið ykkar. Dagur kári var einmitt búinn að segja okkur tvisvar söguna af syninum með veika pabbann og við veltumst um að hlátri yfir henni, auk þess sem gamlar og nýjar tannlæknasögur af Dosta voru rifjaðar upp nú síðast í morgun.
Það er orðið margsannað að maður verður að heimsækja ykkur í gulu villuna. Vorum að heyra í Ástu á vellinum sem var hæstánægð með dvölina hjá ykkur en ekki alveg eins hress með flugvöllinn.
Saknaðarkveðjur,
Þórdís, Orri og grísirnir þrír.

 
Þann mán. nóv. 06, 04:30:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
Komst heim eftir 13 tíma seinkun á fluginu. Var síðan svo heppin að lenda við hliðina á 17 ára íslensku TrúarPari. Þau sögðu mér að Jesús Elskaði mig og líf mitt væri ekki til einskis....

Hverning svarar maður svona ?

 
Þann mán. nóv. 06, 05:33:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hehe....það er sko alveg á döfunni að koma. Lofa því. Viðurkenni það sko fúslega að við mættum alveg vara duglegri en vona að við bætum úr því fljótlega. Hafið það annars sem allra best.
Sonja besta frænka..hehe

 
Þann þri. nóv. 07, 12:07:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ja! það er gott að fólk sé búið að ákveða að koma hingað, nú er bara að láta verða að því!!! koma svo :)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim